Júditarbók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Júditarbók er ein af apókrýfu bókum Gamla testamentisins og er oft kölluð fyrsta sögulega skáldsagan. Hún var skrifuð um 150 f. Kr. Hinar bækurnar eru Barúksbók, Tóbítsbók, Bænir Manasse, Síraksbók, Esterarbók, Bréf Jeremía, Viðaukar við Daníelsbók, Fyrsta og Önnur Makkabeabók og Speki Salómons. Þessar bækur eru kallaðar deutronomiskar bækur því að þær voru samþykktar af öllum kirkjudeildum kristinnar kirkju nema hebreska kanoninum. Mótmælendur samþykktu þær sem apókrýfar en það merkir hinar duldu bækur. Apókrýfu bækurnar eru í Septúagintu VXX(Sjötíumannaþýðingunni) og Vúlgötu

Bygging Júditarbókar skiptist eftirfarandi

1.1-3.10 Valdakrafa Nebúkadnesar Assýríukonungs fólst í því að hann vildi fá allar þjóðir sem hann gat fengið til liðs við sig gegn Ísrael. Þeir sem gengu til liðs við hann voru allir íbúarnir við Efrat, Tígris og Hydaspesfljót. Aðrir sem börðust með Nebúdkarnesi voru íbúar á sléttu Aríoks, konungs Elamíta. Íbúar þjóðanna við hafið s.s. Persíu og Damaskus og íbúar þjóðanna í vestri voru kallaðir til hernaðar gegn Ísrael. Þjóðirnar við hafið og í vestri neituðu honum liðsinni. Nebúkadnesar hefndi sín með því að leggja allar borgir þeirra í auðn. Ísraelsmenn reyndu að semja frið við Hólófernes hershöfðingja með því að sverja honum hollustu. Hólófernes vildi ekki friðmælast við Ísraelsmenn.

4.1-7.32 Sönnunarbirði valdsins: Hvor er Guð, Nebúkadnesar eða Drottinn? Hér búast Ísraelsmenn til varnar gegn Nebúdkanesi konungi sem hafði rænt helgidóma þeirra. Nebúdkanesar vildi skilyrðislausa hlýðni við sig og leit á sjálfan sig sem guð eins og margir heiðnir konungar. Ísraelsmenn héldu áfram að trúa á sinn Drottinn Guð þrátt fyrir kröfu Nebúdkanesar og fylgismanna hans.

8.1-16.25 Drottinn einn er Guð. Trú Ísraelsmanna byggir á samstöðu fólks, von og bæninni. Hann hefur líf allra í sinni styrku hendi. Hér er barátta milli Assýríumanna um hvor er máttugri Guð Ísraelsmanna eða Nebúdkanesar. Liðsmenn Nebúdkanesar trúa á hernaðarmátt en Ísraelsmenn trúa á bænina og innblástur Guðs. Júdit bjargar Ísraelsmönnum með því að tæla Hólófernes. 2. Formáli Júditarbókar, Biblían, 2007

Söguþráður[breyta | breyta frumkóða]

Samfélag sögunnar er gegnsýrt af togstreitu milli konungsvalds og trúarvalds. Æðsti presturinn réð yfir öllu í andlegum málum.

Júdit kemur ekki fram fyrr en í 8. Kafla Júditarbókar. Hún lifði mjög einangruðu lífi eins og ekkjur á þeim tíma. Hún var vel stæð og átti fénað, fjársjóð og þjóna. Hún sýndi mikinn kjark sem kona og fór til að ræða við Ússía  . Hún er guðhrædd og trygg þjóð sinni og býr með aldraðri þernu. Júdit bjargar þjóðinni með því að tæla Hólófernes hershöfðingja með fegurð sinni í herför hans gegn Gyðingum.wikipedia.1org sótt 18.03.2020 Júdit og þernan fara saman yfir landamærin. Júdit ber á sig ilmsmyrsl, býst sínu besta skarti og bíður þolinmóð þar til hann er vel drukkinn. Hún tekur þá sverð hans og heggur af honum höfuðið. Frá kynjafræðilegu sjónarmiði er þetta tvöföld gelding sverðið tekið og spilað inn á kynlöngun og þrá.

Samfélag Júditarbókar

Samfélagi þorpsins Betúlíu var markað af kúgun og ofbeldi Nebúdkanesar Assýríukonungs og fylgismanna hans.. Mikið vonleysi ríkti meðal samfélagsþegna því Ísraelsmenn voru enn í sárum eftir herleiðinguna. Þeir voru því auðveld bráð fyrir Assýríumenn og þeirra fylgendur. Ringulreið samfélagsins var styrkur assýríska hersins. Her þeirra var fjölmennur, vel skipulagður og státaði af mikilli herkænsku. Aðferðirn sem þeir beittu þorpsbúa voru t.d. að taka af þeim vatn til að minnka baráttuþrek þeirra. Hólófernes var aðalhershöfðingi Assýríumanna. Trú þorpsbúa og samstaða þeirra gerði það að verkum að þeir sigruðu Assýríumenn.