Hjálp:Stílviðmið
Markmið þessara stílviðmiða er að útskýra hvernig á að sníða greinar og í hvaða ritstíl þær skulu skrifaðar.
Almennur ritstíll
[breyta | breyta frumkóða]Wikipedia er alfræðirit og greinar hennar þurfa að taka mið af því. Tilgangur ritsins er að fræða lesandann. Uppbygging greina ætti því að vera slík að hún hjálpi lesandanum að öðlast skilning á efninu. Í upphafi hverrar greinar ætti að vera hnitmiðaður inngangur. Röðun kafla og efnisgreina ætti svo að vera eðlileg og rökrétt. Málsgreinar ættu að vera hnitmiðaðar og skýrar. Hver grein í heild sinni ætti að vera auðlesin og skiljanleg öllum lesendum en ekki einungis sérfræðingum á viðkomandi sviði.
Ólíkt flestum öðrum miðlum eru vefsíður þeim eiginleikum gæddar að hægt er að gera tengla beint í aðrar síður sem svo hægt er að nálgast á aðgengilegan hátt. Það er því bæði óþarft og óákjósanlegt að ráfa of mikið af braut og reyna að útskýra hin ýmsu hugtök sem notuð eru í greininni innan hennar sjálfrar. Mun betra er að sleppa því og tengja frekar í hugtökin sem um ræðir og útskýra þau í sínum eigin greinum. Þetta gerir viðhald einstakra greina auðveldara auk þess sem það safnar öllum upplýsingum um ákveðið efni á einn stað.
Greinar ættu ekki að lýsa skoðunum höfundar og ættu hvorki að nota persónufornafnið í 1. persónu (þ.e. ég, mig, mér, mín) né ávarpa lesandann beint (þ.e. þú, þig, þér, þín).
Réttritun og greinarmerkjasetning ætti að fylgja íslenskum stafsetningarreglum.
Inngangur
[breyta | breyta frumkóða]Hver grein skal hafa inngang þar sem útskýrt er í stuttu og hnitmiðuðu máli um hvað er að ræða. Góður inngangur skal skrifaður þannig að leikmaður ætti að geta öðlast grundvallarskilning á því um hvað efnið fjallar með því að lesa hann, en vilji hann lesa nánar um efnið getur hann lesið restina af greininni.
Persónugreinar
[breyta | breyta frumkóða]Greinar sem fjalla um nafngreinda einstaklinga ættu að hafa fæðingardag (og dánardag ef við á) auk fæðingar og dánarstaðar ef vitað er í sviga strax á eftir nafninu í innganginum sem og helstu atriðin sem eru þess valdandi að grein er um viðkomandi (er stjórnmálamaður, listamaður, þekkt fjölmiðlapersóna og svo framvegis), dæmi um þetta er að finna á Thích Quảng Đức. Athugið að efni greinar standist reglur um æviágrip lifandi fólks.
Fæðingar- og dánardagur
[breyta | breyta frumkóða]Í æviágripum ætti að geta fæðingar- og dánardags viðkomandi í upphafi greinarinnar, ef þeir eru þekktir, með eftirfarandi hætti:
- Plútarkos (46 – 127)
- Charles Darwin (12. febrúar 1809 – 19. apríl 1882)
- Athugið að (a) það er ekki komma á milli mánaðardags og árs, (b) það er stafabil milli ártals/dagsetningar og bandstriks, og (c) notað er bandstrik (–) en ekki mínus-merki (-) og ekki þankastrik/langstrik (—).
- Einnig má rita:
- Charles Darwin (fæddur 12. febrúar 1809, dáinn 19. apríl 1882), eða
- Charles Darwin (f. 12. febrúar 1809, d. 19. apríl 1882)
- Einnig mætti rita „látinn“ í stað „dáinn“
- Gætið þess að blanda ekki saman ólíkum leiðum, t.d.: (fæddur 12. febrúar 1809 – 19. apríl 1882)
- Ef fæðingar- eða dánarstaður er þekktur má geta hans. Til dæmis „(12. febrúar 1809 í Shrewsbury í Shropshire á Englandi – 19. apríl 1882 í Downe í Kent á England)“. Einnig má færa fæðingar- og dánarstað yfir í meginmálið svona: „(12. febrúar 1809 – 19. apríl 1882) [...] Hann fæddist í Shrewsbury í Shropshire á Englandi [...] og lést í Downe í Kent á England.“
Ártöl fyrir og eftir okkar tímatal:
- Ártöl fyrir okkar tímatal eru gefin til kynna með skammstöfuninni „f.Kr.“ (fyrir Krist):
- Ef fæðingarár er fyrir okkar tímatal en ekki dánarárið skal það gefið til kynna með skammstöfuninni „e.Kr.“ (eftir Krist):
Lifandi fólk:
- Þannig skal geta fæðingarárs lifandi fólks:
- Serena Williams (fædd 26. september 1981), eða
- Serena Williams (f. 26. september 1981)
- Athugið að það er ekki gert svona: (26. september 1981–)
Eitt ártal:
- Þegar einungis dánarár er þekkt skal þess getið með eftirfarandi hætti:
- Þegar dánarár er óþekkt (en viðkomandi er örugglega látinn)
- Robert Menli Lyon (fæddur 1789, dánarár óþekkt)
Einungis valdatími þekktur:
- Þegar einungis valdatími er þekktur.
- Rameses III (við völd 1180 f.Kr. – um 1150 f.Kr.)
Ónákvæm ártöl:
- Á undan ártölum sem eru ekki nákvæm skal rita „um“:
- Þegar bæði ártölin eru ónákvæm er „um“ ritað á undan hvoru ártali fyrir sig:
- Þegar vitað er að viðkomandi var uppi á tilteknu ári eða tímabili:
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Setja skal einstaklinginn í viðeigandi flokk eftir þjóðerni og atvinnu hans. Pierre Curie var franskur eðlisfræðingur og er því í flokknum [[Flokkur:Franskir eðlisfræðingar]]
. Þar sem hann er útlendur verður að flokka hann eftir eftirnafni hans, því verður hann [[Flokkur:Franskir eðlisfræðingar|Curie, Pierre]]
þar sem eftirnafnið er sett fremst. Íslendingar og Kóreumenn þurfa ekki slíka meðhöndlun enda raðað eftir fornafni.
Hver einstaklingur ætti að vera í einum flokki hið minnsta, en þeir geta þó verið í mörgum flokkum ef við á, t.d. Flokkur:Franskir heimspekingar, Flokkur:Franskir stærðfræðingar og Flokkur:Franskir verkfræðingar.
Ef einstaklingur er með sinn eigin yfirflokk gildir það eins og um venjulegar greinar að óþarfi er að setja hann í fleiri flokka heldur skal setja yfirflokkinn í þá flokka sem hann hefði annars verið í.
Flokkun eftir fæðingar- og dánarári
[breyta | breyta frumkóða]Merkja skal greinarnar með fæðingarsniðinu {{f|fæðingarár}}
þar sem ártalið er fæðingarár viðkomandi. Fyrir látna einstaklinga skal nota sniðið {{fd|fæðingarár|dánarár}}
, og ef dánarár en ekki fæðingarár er vitað {{d|dánarár}}
.
Dæmi:
{{f|1975}}
{{fd|1910|2001}}
{{d|2001}}
.
Fyrir röðun erlendra einstaklinga vegna eftirnafna þarf að nota önnur snið: Dæmi:
{{fe|1975|Zola, Émile}}
{{fde|1910|2001|Tach, Wenn}}
{{de|1984|Lennon, John}}
.
Nafnavenjur
[breyta | breyta frumkóða]Greinar skulu í flestum tilfellum settar undir titil sem er í nefnifalli í eintölu og án greinis, t.d. skal greinin um eldstöðvar vera á „Eldstöð“ en ekki „Eldstöðvar“. Sé titill greinarinnar tvíræður, t.d. í tilfelli Júpíters, skal setja aðgreiningarsíðu á aðalgreinina og búa til undirgreinar með aðalnafninu og sviga á eftir þar sem kemur fram hvað um ræðir, t.d. Júpíter (reikistjarna) og Júpíter (guð), aðgreiningarsíður skal þó aldrei búa til fyrir landanöfn og ár.
Stór undantekning frá fleirtölureglunni eru líffræðigreinar sem fjalla um stærri flokkunarfræðilegar einingar en tegundir t.d. skjaldbökur og froskar, þar sem verið er að fjalla um einingu sem spannar mörg dýr. Í þeim greinum er eðlilegt að hafa titilinn í fleirtölu.
Rita skal nöfn erlendra manna, staða, o.s.frv., með stafsetningu upprunatungumálsins nema sterk og rótgróin hefð sé fyrir annars konar rithætti. Ritun grískra og latneskra nafna skal fylgja leiðbeiningum sem finna má í greininni Umritun grískra og latneskra nafna á íslensku. Ef nafnið er skrifað með öðru stafrófi en því latneska eða gríska skal fylgja leiðbeiningum í Wikipedia:Umritun erlendra nafna. Landaheiti og heiti þjóða ættu að taka mið af tilmælum Íslenskrar málstöðvar og greininni ISO 3166-1.
Íslenskun
[breyta | breyta frumkóða]Orðabanki Háskóla Íslands inniheldur margar þýðingar á tæknilegum orðum. Ýmsar íslenskar orðabækur má svo finna á Málið.is