Helgidagaumbæturnar 1770

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Helgidagaumbæturnar 1770 voru tilskipun Kristjáns 7. Danakonungs um afnám nokkurra helgidaga í Dansk-norska ríkinu. Tilskipunin var undirrituð 26. október 1770. Þessi fækkun helgidaga var í anda upplýsingarinnar og átti meðal annars að fjölga vinnudögum og peningum í umferð. Eftirfarandi helgidagar voru afnumdir:

Messu fyrir allraheilagramessu skyldi þó flytja sunnudag eftir 1. nóvember, og messa fyrir boðunardag Maríu var flutt á fimmta sunnudag í lönguföstu.

Umbæturnar eru oft kenndar við Johann Friedrich Struensee sem hafði áhuga á afnámi enn fleiri helgidaga, en tilskipunin var útfærð áður en hann komst til valda. Ástæður umbótanna voru fyrst og fremst að afnema ýmsar leifar af kaþólskri trú og auka virðingu fyrir þeim dögum sem eftir voru. Annað sjónarmið var að alþýða manna notaði þessa daga fyrir ósiðsamlegt athæfi eins og drykkju og spil, en með afnámi þeirra fjölgaði vinnudögum. Þriðja sjónarmiðið var samkeppnissjónarmið, þar sem þýsku ríkin Hannóver, Prússland, Mecklenburg og Hessen-Kassel höfðu áður fækkað helgidögum hjá sér.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.