Fara í innihald

Boðunardagur Maríu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Boðun Maríu á málverki eftir Paolo de Matteis frá 1712.

Boðunardagur Maríu er hátíðisdagur í kristni. Hann er sérstaklega mikilvægur í rétttrúnaðarkirkjunni og ein af Maríuhátíðunum. Boðunardagur Maríu er til að minnast boðunar Maríu, þegar Gabríel erkiengill tilkynnti Maríu mey að hún yrði móðir Jesú. Hann er haldinn hátíðlegur 25. mars ár hvert.

Sagt er frá boðun Maríu í 1. kafla Lúkasarguðspjalls. Elstu heimildir um hátíð á þessum degi eru frá 5. öld þegar ákveðið var að halda fæðingu Jesú hátíðlega 25. desember, en 25. mars er 9 mánuðum fyrir þann dag. Í lögum kirkjuþingsins í Tóledó frá 656 er hann sagður haldinn hátíðlegur um allan hinn kristna heim. Dagurinn er nálægt vorjafndægri og var haldinn hátíðlegur sem nýársdagur sum staðar í Evrópu fram á 16. öld.

Í Vesturkirkjunni er boðunardagur Maríu færður til 26. mars ef hann lendir á sunnudegi, og ef hann lendir í Páskavikunni er hann færður aftur fyrir annan sunnudag eftir páska. Í Austurkirkjunni er hann hins vegar alltaf haldinn 25. mars.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.