Tilskipun
Tilskipun er bindandi fyrirmæli af hálfu þjóðhöfðingja, oft forseta eða konungs, dómara eða annars yfirvalds. Í sumum löndum hefur heitið neikvæða tengingu við alræðistilburði í daglegu máli.
Tilskipun getur einnig átt við Evróputilskipanir sem eru bindandi fyrir aðildarríkin en lætur þeim eftir að framfylgja þeim þannig að ríkin geti tekið tillit til séraðstæðna hjá sér. Tilskipanir ber að innleiða í landsrétt ólíkt reglugerðum bandalagsins sem hvorki á, né má innleiða í landsrétt. Tilskipanir geta myndað bein réttaráhrif fyrir þegna bandalagsríkjanna.
Forseti Bandaríkjanna hefur heimild til að gefa út framkvæmdatilskipanir og er það ein af helstu valdheimildum forseta á sviði framkvæmdavalds.[1] Fylkisstjórar geta líka gefið út framkvæmdatilskipanir.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „What is an Executive Order?“. Insights on Law and Society.. bindi 17 no. 1. American Bar Association. Fall 2016. ISSN 1531-2461. Sótt 1 janúar 2018.