Fara í innihald

Heiðurshöll ÍSÍ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heiðurshöll ÍSÍ er viðurkenning sem stofnað var til á aldarafmæli Íþróttasambands Íslands árið 2012. Í hana eru valdir afreksíþróttamenn og -þjálfarar sem teljast hafa unnið einstök afrek í íþróttasögu landsmanna. Nýir fulltrúar í Heiðurshöllina eru valdir af framkvæmdastjórn ÍSÍ og er tilkynnt um valið í tengslum við útnefningu íþróttamanns ársins ár hvert. Tuttugu íþróttamenn skipa Heiðurshöllina nú um stundir.[1]

Ár Íþróttamaður Íþróttagrein
2012 Vilhjálmur Einarsson Frjálsar íþróttir
2012 Bjarni Friðriksson Júdó
2012 Vala Flosadóttir Frjálsar íþróttir
2013 Jóhannes Jósefsson Glíma
2013 Sigurjón Pétursson Glíma
2013 Albert Guðmundsson Knattspyrna
2013 Kristín Rós Hákonardóttir Sund
2015 Ásgeir Sigurvinsson Knattspyrna
2015 Pétur Guðmundsson Körfuknattleikur
2015 Gunnar Huseby Frjálsar íþróttir
2015 Torfi Bryngeirsson Frjálsar íþróttir
2015 Ríkharður Jónsson Knattspyrna
2015 Sigríður Sigurðardóttir Handknattleikur
2016 Guðmundur Gíslason Sund
2016 Geir Hallsteinsson Handknattleikur
2017 Jón Kaldal Frjálsar íþróttir
2017 Skúli Óskarsson Kraftlyftingar
2018 Hreinn Halldórsson Frjálsar íþróttir
2019 Alfreð Gíslason Handknattleikur
2020 Haukur Gunnarsson Frjálsar íþróttir
2021 Haukur Clausen Frjálsar íþróttir
2021 Örn Clausen Frjálsar íþróttir
2021 Einar Vilhjálmsson Frjálsar íþróttir
2022 Guðrún Arnardóttir Frjálsar íþróttir
2024 Sigrún Huld Hrafnsdóttir Sund

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Isi.is, „Heiðurshöll ÍSÍ“ (skoðað 29. desember 2020)