Heiðurshöll ÍSÍ
Útlit
Heiðurshöll ÍSÍ er viðurkenning sem stofnað var til á aldarafmæli Íþróttasambands Íslands árið 2012. Í hana eru valdir afreksíþróttamenn og -þjálfarar sem teljast hafa unnið einstök afrek í íþróttasögu landsmanna. Nýir fulltrúar í Heiðurshöllina eru valdir af framkvæmdastjórn ÍSÍ og er tilkynnt um valið í tengslum við útnefningu íþróttamanns ársins ár hvert. Tuttugu íþróttamenn skipa Heiðurshöllina nú um stundir.[1]
Ár | Íþróttamaður | Íþróttagrein |
---|---|---|
2012 | Vilhjálmur Einarsson | Frjálsar íþróttir |
2012 | Bjarni Friðriksson | Júdó |
2012 | Vala Flosadóttir | Frjálsar íþróttir |
2013 | Jóhannes Jósefsson | Glíma |
2013 | Sigurjón Pétursson | Glíma |
2013 | Albert Guðmundsson | Knattspyrna |
2013 | Kristín Rós Hákonardóttir | Sund |
2015 | Ásgeir Sigurvinsson | Knattspyrna |
2015 | Pétur Guðmundsson | Körfuknattleikur |
2015 | Gunnar Huseby | Frjálsar íþróttir |
2015 | Torfi Bryngeirsson | Frjálsar íþróttir |
2015 | Ríkharður Jónsson | Knattspyrna |
2015 | Sigríður Sigurðardóttir | Handknattleikur |
2016 | Guðmundur Gíslason | Sund |
2016 | Geir Hallsteinsson | Handknattleikur |
2017 | Jón Kaldal | Frjálsar íþróttir |
2017 | Skúli Óskarsson | Kraftlyftingar |
2018 | Hreinn Halldórsson | Frjálsar íþróttir |
2019 | Alfreð Gíslason | Handknattleikur |
2020 | Haukur Gunnarsson | Frjálsar íþróttir |
2021 | Haukur Clausen | Frjálsar íþróttir |
2021 | Örn Clausen | Frjálsar íþróttir |
2021 | Einar Vilhjálmsson | Frjálsar íþróttir |
2022 | Guðrún Arnardóttir | Frjálsar íþróttir |
2024 | Sigrún Huld Hrafnsdóttir | Sund |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Isi.is, „Heiðurshöll ÍSÍ“ (skoðað 29. desember 2020)