Fara í innihald

Rökhyggja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
René Descartes var einn öflugasti málsvari rökhyggjunnar, málverk eftir Frans Hals frá því um 1649

Rökhyggja er það viðhorf í þekkingarfræði sem leggur áherslu á hlutverk skynseminnar í öflun þekkingar. Rökhyggja var einkum fyrirferðamikil í heimspeki 17. og 18. aldar. Helstu málsvarar rökhyggjunnar voru heimspekingarnir René Descartes, Benedikt Spinoza og Gottfried Wilhelm Leibniz en einnig Antoine Arnauld, Marin Mersenne, Blaise Pascal, Nicholas Malebranche og Christian Wolff. Rökhyggjan hafði einnig umtalsverð áhrif á heimspeki þýska heimspekingsin Immanuels Kant.

Heimildir og frekari fróðleikur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Cottingham, John, The Rationalists (Oxford: Oxford University Press, 1988).
  • „Hver er munurinn á raunhyggju og rökhyggju?“. Vísindavefurinn.
  • „Hvað er hugmynd?“. Vísindavefurinn.
  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Continental Rationalism
  • Stanford Encyclopedia of Philosophy:Rationalism vs. Empiricism