Hafnartorg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Hafnartorg séð frá Arnarhóli. Staða framkvæmda í júní 2017.

Hafnartorg er verslunarrými í byggingu við gömlu höfnina í Kvosinni Reykjavík. Hafnartorg afmarkast af Geirsgötu til norðurs, Lækjargötu til austurs, Tryggvagötu til suðurs og Kolaportinu til vesturs. Gert er ráð fyrir verslunum og veitingastöðum á grunnhæð húsanna og skrifstofum og 76 lúxusíbúðum á hæðunum fyrir ofan.[1]

Hafnartorg skiptist í sjö byggingar. Heildarstæð bygginganna er 23.350 fm.[2]

Skipulag[breyta | breyta frumkóða]

Framkvæmdin hefur verið umdeild frá upphafi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrum forsætisráðherra kallaði Hafnartorg „mesta skipulagsslys í miðbæ Reykjavíkur“ og reyndi að fá útliti húsanna breytt.[1]

Framkvæmdir[breyta | breyta frumkóða]

Á lóðinni þar sem Hafnartorg rís var áður stórt bílaplan. Gröftur á lóðinni hófst snemma árs 2015 en í ljós kom að gamall hafnargarður lægi undir bílaplaninu. Hann var um það bil 70 m langur og vel varðveittur. Þann 11. september 2015 skyndifriðlýsti Minjastofnun hafnargarðinn. Sex vikum seinna var hann friðlýstur í heild sinni af settum forsætisráðherra. Loks var tekin ákvörðun um að fjarlægja garðinn og nota hluta af honum í nýbygginguna.[3]

Vegna legu nýju húsanna þurfti að breyta gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu í svokölluð T-gatnamót. Framkvæmdir á gatnamótunum hófust í mars 2017 og voru þau opnuð fyrir umferð í nóvember sama ár. Það á eftir að ganga frá gangstéttum og lokaútliti þeirra.[4]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Hafnartorg breytir ásýnd miðbæjarins“, RÚV, 15. apríl 2018.
  2. „Skrifstofur — Hafnartorg“. Sótt 27. ágúst 2018.
  3. Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt?“, Vísir, 11. nóvember 2015.
  4. „Geirsgata/Kalkofnsvegur breyting gatnamóta“. Sótt 26. ágúst 2018.
  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.