Steinbryggjan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fólksfjöldi á Steinbryggjunni árið 1916. Í forgrunni eru togarar Íslandsfélagsins Apríl, Marz og Maí, Gullfoss bak við þá.

Steinbryggjan er aflíðandi bryggja hlaðin úr steini sem nú liggur að stærstum hluta undir Tryggvagötu. Sá hluti sem áður var undir bílastæðinu við hliðina á Tollhúsinu skammt innan við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn hefur verið gerður sýnilegur í tengslum við framkvæmdir á Hafnartorgi. Bryggjan gekk fram af Pósthússtræti skammt frá húsi Eimskipafélags Íslands. Steinbryggjan var vel sýnileg fram að seinni heimsstyrjöld. Steinbryggjan var upphaflega reist af bæjarsjóði Reykjavíkur árið 1884 og var þá mjög dýr en þótti framför miðað við litlu trébryggjurnar út af fjörukambinum í Reykjavík sem voru í einkaeigu kaupmanna. Níu árum seinna, árið 1893, skemmdist bryggjan í ofsaveðri og var Tryggvi Gunnarsson fenginn til að vinna að viðgerðum. Eftir það var bryggjan oft kölluð Tryggvasker. Steinbryggjan var fyrsti viðkomustaður þeirra sem til landsins komu eftir hún var byggð og í upphafi 20. aldar. Þegar Friðrik 8. kom til landsins 1907 gekk hann til lands á Steinbryggjunni. Þrettán árum seinna þegar Kristján 10. konungur Íslands og Danmerkur og Alexandrina drottning komu í heimsókn árið 1921 gengu þau til lands á rauðum dregli eftir Steinbryggjunni.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]