Hið íslenzka reðasafn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
The Icelandic Phallological Museum's sign

Hið íslenzka reðasafn er safn við Hlemm í Reykjavík sem hefur til sýnis getnaðarlimi undan hinum ýmsu dýrum. Frægasti gripur safnsins er limur Páls Arasonar sem hafði heitið því að gefa safninu kynfæri sín eftir andlát sitt. Páll lést 5. janúar 2011 og fjórum mánuðum síðar, þann 8. apríl, tók safnið formlega við limnum. Reðasafnið var upphaflega við Laugaveginn í Reykjavík, en fluttist síðan til Húsavíkur. Reðasafnið er hugarfóstur Sigurðar Hjartarsonar, og er hann safnstjóri Reðasafnsins. Hjörtur, sonur Sigurðar, tók við rekstri safnsins í lok sumars 2011, og þá flutti safnið aftur suður til Reykjavíkur. Samkvæmt heimasíðunni OddEdge.com er safnið það skrýtnasta í heimi.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.