Geirsgata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Geirsgata er tengibraut í miðbæ Reykjavíkur. Hún liggur meðfram höfninni sunnanverðri og tengir Mýrargötu í vestri við Kalkofnsveg í austri. Hámarkshraði er 50 km/klst og hún er tvístefnugata. Kolaportið er við Geirsgötu.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.