Fara í innihald

Geirsgata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Geirsgata árið 2014.

Geirsgata er tengibraut í miðborg Reykjavíkur. Hún liggur meðfram höfninni sunnanverðri og tengir Mýrargötu í vestri við Kalkofnsveg í austri. Hámarkshraði er 50 km/klst og hún er tvístefnugata. Kolaportið er við Geirsgötu í Tollhúsinu. Hafnartorg og nýbyggingar á Faxabakka standa líka við Geirsgötu.

Í núverandi mynd er Geirsgata ein af yngri götum miðbæjarins. Hún var opnuð formlega 9. október 1993 af þáverandi borgarstjóra Markúsi Erni Antonssyni eftir miklar gatnaframkvæmdir. Árið 1919 var samþykkt að nefna næstu götu norðan við Tryggvagötu eftir Geir „gamla“ Zoëga (Geir Jóhannesson Zoëga, 1830–1917) sem rak verslun og útgerð þarna á svæðinu. Um tíma stóð til að gatan lægi ofan á neðri hluta Tollhússins, en hætt var við það á 9. áratugnum.

  Þessi Reykjavíkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.