Fara í innihald

Héruð í Svíþjóð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
25 héruð Svíþjóðar. Blár litur: héruð í Gautlandi, gulur litur: héruð í Svíaríki, ljósbrúnn litur: héruð í Norðurlandi

Svíþjóð skiptist í 25 héruð. Þau eiga uppruna sinn í forsögulegum tíma. Á 17. öld urðu sýslurnar í staðinn opinberar stjórnsýslueiningar. Héruðin hafa þó ennþá opinbera stöðu, sem lýsir sér á opinberum skjaldarmerkjum og í hertogatitlum kóngafólksins. Héruðin gegna líka hlutverki í menningararfi Svía.

Í Svíþjóð eru 25 héruð (landskap) sem eiga rætur sínar að rekja til forntímans, en líklegt er að þau séu eldri en Svíþjóð sem ríki. Jafnvel á miðöldum störfuðu mörg héruð (þau nefndust líka „lönd“) sem sjálfstæðar stjórnareiningar með sér héraðslög og þing. Héruðin öll tilheyra einum af þremur landshlutum: Gautland, Svíaríki og Norðurland. Þar að auki var Finnland, sem var hluti af Svíþjóð til ársins 1809. Norðurhluti Finnlands tilheyrði Norðurlandi og afgangurinn „Austurlandi“; miðaldaorð yfir nútímalega Finnland sem fór úr tísku á tíma Kalmarsambandsins.

Skjaldarmerki Heiti Landshluti Flatarmál
(km²)
Angurmannaland Norðurland 19.800
Austur-Gautland Gautland 9.979
Blekinge Gautland 2.941
Bohuslän Gautland 4.473
Dalir Svíaríki 29.086
Dalsland Gautland 3.708
Eyland Gautland 1.342
Gotland Gautland 3.140
Gästrikland Norðurland 4.181
Halland Gautland 4.786
Helsingjaland Norðurland 14.264
Herjadalur Norðurland 11.954
Jamtaland Norðurland 34.009
Lappland Norðurland 109.072
Medelpad Norðurland 7.058
Norðurbotn Norðurland 26.671
Närke Svíaríki 4.126
Skánn Gautland 11.027
Smálönd Gautland 29.330
Suðurmannaland Svíaríki 8.388
Uppland Svíaríki 12.676
Vermaland Svíaríki 18.204
Vesturbotn Norðurland 15.093
Vesturmannaland Svíaríki 8.363
Vestur-Gautland Gautland 16.676
  Þessi Svíþjóðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.