Héruð í Svíþjóð

Svíþjóð skiptist í 25 héruð. Þau eiga uppruna sinn í forsögulegum tíma. Á 17. öld urðu sýslurnar í staðinn opinberar stjórnsýslueiningar. Héruðin hafa þó ennþá opinbera stöðu, sem lýsir sér á opinberum skjaldarmerkjum og í hertogatitlum kóngafólksins. Héruðin gegna líka hlutverki í menningararfi Svía.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Í Svíþjóð eru 25 héruð (landskap) sem eiga rætur sínar að rekja til forntímans, en líklegt er að þau séu eldri en Svíþjóð sem ríki. Jafnvel á miðöldum störfuðu mörg héruð (þau nefndust líka „lönd“) sem sjálfstæðar stjórnareiningar með sér héraðslög og þing. Héruðin öll tilheyra einum af þremur landshlutum: Gautland, Svíaríki og Norðurland. Þar að auki var Finnland, sem var hluti af Svíþjóð til ársins 1809. Norðurhluti Finnlands tilheyrði Norðurlandi og afgangurinn „Austurlandi“; miðaldaorð yfir nútímalega Finnland sem fór úr tísku á tíma Kalmarsambandsins.
Héruð
[breyta | breyta frumkóða]Skjaldarmerki | Heiti | Landshluti | Flatarmál (km²) |
---|---|---|---|
![]() |
Angurmannaland | Norðurland | 19.800 |
![]() |
Austur-Gautland | Gautland | 9.979 |
![]() |
Blekinge | Gautland | 2.941 |
![]() |
Bohuslän | Gautland | 4.473 |
![]() |
Dalir | Svíaríki | 29.086 |
![]() |
Dalsland | Gautland | 3.708 |
![]() |
Eyland | Gautland | 1.342 |
![]() |
Gotland | Gautland | 3.140 |
![]() |
Gästrikland | Norðurland | 4.181 |
![]() |
Halland | Gautland | 4.786 |
![]() |
Helsingjaland | Norðurland | 14.264 |
![]() |
Herjadalur | Norðurland | 11.954 |
![]() |
Jamtaland | Norðurland | 34.009 |
![]() |
Lappland | Norðurland | 109.072 |
![]() |
Medelpad | Norðurland | 7.058 |
![]() |
Norðurbotn | Norðurland | 26.671 |
![]() |
Närke | Svíaríki | 4.126 |
![]() |
Skánn | Gautland | 11.027 |
![]() |
Smálönd | Gautland | 29.330 |
![]() |
Suðurmannaland | Svíaríki | 8.388 |
![]() |
Uppland | Svíaríki | 12.676 |
![]() |
Vermaland | Svíaríki | 18.204 |
![]() |
Vesturbotn | Norðurland | 15.093 |
![]() |
Vesturmannaland | Svíaríki | 8.363 |
![]() |
Vestur-Gautland | Gautland | 16.676 |