Smálönd

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Smálönd (sænska: Småland) eru hérað í Suður-Svíþjóð sem hefur landamæri að Blekinge, Skáni, Hallandi, Vestur-Gautlandi og Austur-Gautlandi auk þess sem eyjan Eyland í Eystrasalt er skammt undan strönd Smálanda.

Á meðal frægra Smálendinga eru Carl Linnaeus, Ingvar Kamprad og Astrid Lindgren en margar af sögum þeirrar síðastnefndu gerast í Smálöndum.

  Þessi Svíþjóðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.