Helsingjaland
Útlit
Helsingjaland (sænska: Hälsingland) er sögulegt hérað í mið-Svíþjóð eða í suður-Norrland. Það er um 14.200 ferkílómetrar og eru íbúar um 131.000 (2018). Landslag er grýtt en að mestu skógi vaxið og er hæsti punktur 530 metrar.
Helsinki er kennd við Helsingjaland en sænskir landnemar settust að í suður-Finnlandi.
Þekktir íbúar
[breyta | breyta frumkóða]- Noomi Rapace, leikkona fæddist í Norrbo.
- Tomas Brolin, knattspyrnumaður fæddist nálægt Hudiksvall.