Dalsland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort.

Dalsland er sögulegt hérað í suður-Svíþjóð, nánar tiltekið Gautlandi, vestur af vatninu Vänern. Íbúar eru rúmlega 50.000 (2018) og er stærð Dalslands um 3700 ferkílómetrar. Åmål er helsti þéttbýlisstaðurinn. Dalbo-mállýskan er úr Dalsland.

Mörg vötn og skógar einkenna héraðið. Þar er Tresticklan-þjóðgarðurinn og ýmis friðlönd.