Fara í innihald

Gulstör

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gulstör

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiospermae)
Flokkur: Einkímblöðungar (Monocotyledon)
Ættbálkur: Grasabálkur (Poales)
Ætt: Stararætt (Cyperaceae)
Ættkvísl: Starir (Carex)
Tegund:
C. lyngbyei

Tvínefni
Carex lyngbyei
Hornem.
Samheiti

Carex cryptocarpa
Carex cryptochlaena

Gulstör, græna eða bleikja (fræðiheiti: Carex lyngbyei) er stör sem vex víða á Vesturströnd Norður-Ameríku, frá Alaska til Kaliforníu, en einnig á Grænlandi, í Færeyjum og á Íslandi. Gulstör vex víða í votum mýrum, flóum, síkjum, á grynningum í vötnum og jafnvel í ísöltu vatni. Gulstörin er stórvaxin og blaðmikil. Hún er græn eða gulgræn planta með renglum. Blöð hennar eru breið og flöt. Karlöxin eru eitt eða fleiri en kvenöxin tvö, þrjú eða fleiri og hanga á löngum leggjum. Stoðblaðið á gulstör nær upp að toppaxinu. Axhlífar eru móleitar og nokkuð lengri en hulstrin.

Útbreiðslan á Íslandi er á láglendi hringinn í kring um landið.[1] Gulstör er góð og lystug fóðurjurt[2] og er ein algengasta tegundin á starengjum Íslands. Gulstörin er einnig kölluð græna eða bleikja en nöfnin eru dregin af lit hennar.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Flóra Íslands Flóran Blómplöntur“. www.floraislands.is. Sótt 21. apríl 2023.
  2. Akureyrarbær. „Flóra Íslands“. Lystigarður Akureyrar. Sótt 21. apríl 2023.
  Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.