Fara í innihald

Groznyj

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Groznyj (rússneska Грозный; téténska Соьлжа-Гӏала Sölƶa-Ġala) er höfuðstaður fylkisins Téténíu í Rússlandi. Hún stendur við bakka árinnar Sunza. Íbúar voru rúmlega 270 þúsund árið 2010. Borgin var stofnuð af Rússum sem virki árið 1818 í Stríðinu um Kákasus. Upphaflegir íbúar voru þá kósakkar. Sovétríkin litu á kósakka sem ógn og hvöttu téténa og ingúsjeta til að flytjast til borgarinnar. Þegar þeir gerðu uppreisn gegn stjórninni 1944 voru þeir fluttir burt nauðungarflutningum og margir þeirra drepnir. Borgin varð því aftur fyrst og fremst byggð Rússum. Téténar fengu að snúa aftur árið 1957 sem skapaði hörð átök milli þjóðarbrota í borginni. Eftir fall Sovétríkjanna varð Groznyj höfuðborg Téténska lýðveldisins Itkeríu undir forystu Dzúkar Dúdajevs. Rússar lögðu borgina aftur undir sig í Fyrsta stríðinu um Téténíu 1994-1996. Aðskilnaðarsinnar náðu borginni aftur árið 1996 og síðan aftur Rússar eftir Annað stríðið um Téténíu 1999-2000. Borgin var að mestu lögð í rúst í loftárásum rússneska hersins þegar setið var um hana í lok seinna Téténíustríðsins.[1] Rússar réðust í miklar breytingar á borginni í kjölfarið.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Tilgangslaus eyðilegging?“. mbl.is. 20. febrúar 2000. Sótt 22. mars 2022.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.