Fara í innihald

Gregoríus 8.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gregor 8.)
Gregoríus 8.

Gregor VIII var fæddur í kringum árið 1100 í Benevento á Ítalíu og dó 17. desember 1187 í Písa. Hann hét réttu nafni Alberto di Mora. Hann var páfi kaþólsku kirkjunnar frá 25. október 1187 til dánardægurs, aðeins í einn mánuð og tuttu og sjö daga. Hann var 173. páfi kirkjunnar.

Gregor VIII var vel menntaður aðalsmaður sem varð munkur mjög ungur. Sumar heimildir segja að hann hafi verið af reglu Sisterana en aðrar að hann hafi fylgt benediktusarreglunni. Þegar hann var kardínáli var hann sendur til Englands til að rannsaka hið umdeilda morð á Thomasi Becket. Árið 1172 sótti hann kirkjuþingið í Avranches sem sendimaður páfa. Þingið veitti Hinriki II konungi Englands syndaaflausn vegna morðsins á Becket. Honum var einnig veittur sá heiður að krýna Alfonso II konung Portúgals í nafni páfa.

Gregor VIII var vígður páfi í stað Úrbans III 25. október 1187. Fyrsta verk hans sem páfa var að gefa út páfatilskipunina Audita tremendi en í henni hvatti hann til Þriðju krossferðarinnar. Jerúsalem var þá nýfallin í hendur Saladíns. Gregor VIII lifði ekki nógu lengi til að sjá krossferðina verða að veruleika því hann dó úr hita í desember.

Gregor var þekktur fyrir rólegt skap og örlæti og sóttist eftir að friða stríðandi aðila. Hann reyndi t.d. að koma á sættum milli Barbarossa og kirkjunnar. Hann reyndi einnig að koma á friði milli hafnarbæjanna Písa og Genóa en dó þegar hann dvaldi í Písa. Hann var grafinn í dómkirkjunni í Písa.

  • „Pope Gregory VIII“. Sótt 9. apríl 2007.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Gregory VIII“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 9. apríl 2007.