Fara í innihald

Grasaætt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Gramineae)
Grasaætt
Háliðagras (Alopecurus pratensis) í blóma
Háliðagras (Alopecurus pratensis) í blóma
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasbálkur (Poales)
Ætt: Grasætt (Poaceae)
(R.Br.) Barnhart
Undirættir

Það eru 7 undirættir:
Undirætt Arundinoideae
Undirætt Bambusoideae
Undirætt Centothecoideae
Undirætt Chloridoideae
Undirætt Panicoideae
Undirætt Pooideae
Undirætt Stipoideae

Grasaætt (fræðiheiti: Poaceae, áður Gramineae) er ætt einkímblöðunga. Um 600 ættkvíslir eru innan grasaættarinnar og á milli 9 og 10 þúsund tegundir grasa. Grasaættin er ein mikilvægasta fjölskylda plantna í heiminum, enda gefur hún fóður dýra og næringu manna auk bambusreyrsins sem notaður er til bygginga í Asíu. Áætlað er að 20% af yfirborði jarðar séu þakin tegundum úr grasaættinni. Tegundir af grasaætt hafa aðlagað sig fjölbreytilegum aðstæðum sem ríkja á mismunandi stöðum í heiminum og finnast frá köldustu svæðum jarðar til regnskóga hitabeltisins og eyðimarka.

Bygging og vöxtur

[breyta | breyta frumkóða]

Geldvöxtur

[breyta | breyta frumkóða]
Gras í geldvexti
Blöð grasa skiptast í blaðslíður og blöðku. Á mótum finnst slíðurhimna.

Grös hefja lífsferil sinn með geldvexti. Hlutverk grasplöntu í geldvexti er aðallega að mynda rætur og blöð. Sjálfur stöngullinn (einnig kallaður vaxtarbroddur) er aðeins örfáa millimetrar á lengd og sést ekki með berum augum. Hann er liðskiptur og vex ávallt rót eða blað út úr hverjum lið. Rætur myndast eðlilega út frá neðstu liðum stönguls en blöð út frá efri liðum. Fyrsta blaðið vex út frá neðsta lið sem ekki myndar rót. Blaðið myndar hólk utan um stöngulinn og vex uppávið.

Blað grasa skiptist í tvennt: blaðslíður og blöðku. Blaðslíðrið myndar hólk en blaðkan er efri hluti blaðsins og breiðir úr sér. Næsta blaðið myndast út frá næstneðsta lið stöngulsins og hefur vöxt sinn innan við eldra blaðið. Eftir því sem blaðið stækkar vex það upp úr blaðslíðri elsta blaðsins og hækkar upp fyrir það. Svona heldur vöxtur blaða áfram koll af kolli, þar sem yngsta blaðið kemur ávallt innan úr næstyngsta blaðinu.

Mörg blaðslíður myndan þá hólk sem kallast gervistrá, þar sem ekki er um raunverulegt strá er að ræða. Stöngullinn sjálfur er enn örfáa millimetrar á lengd og leynist neðst við jörðina innan í blaðslíðrunum. Á mótum blaðslíðurs og blöðkunnar finnst oftast lítil himna, slíðurhimna. Hún er gott greiningareinkenni grasa.

Língresi í kynvexti

Flestar plöntur fara í kynvöxt þegar réttar aðstæður ríkja. Ýmsar breytingar verða á vaxtarhætti grassprota við það. Stöngullinn hættir að mynda nýja blaðvísa en myndar þess í stað blómvísa á enda þess. Stöngulliðirnir fara nú að lengjast í þeim tilgangi að ýta blóminu upp úr yngsta blaðslíðrinu. Við það hækkar plantan umtalsvert. Stöngulliðirnir bólgna upp og mynda svokölluð hné. Til þess að halda uppi blómskipuninni sem verður sífellt þyngri eftir því sem hún stækkar, myndar stöngullinn tormelt efni, svo sem lignín og tréni.

Bygging blóma og dóttursprotar

[breyta | breyta frumkóða]
Hafrar (Avena sativa). Smáöxin mynda gisinn punt. Tvö til þrjú blóm finnast í hverju smáaxi.
Skriðlíngresi (Agrostis stolonifera). Móðursproti með tveimur dóttursprotum.

Blóm grasa raða sér saman í smáöx. Grösum er skipt í þrjá flokka eftir blómskipun þeirra, það er á hvaða hátt smáöxin raða sér á stöngulinn; axgrös, axpuntgrös og puntgrös.

Grös hafa þann hæfileika að mynda dóttursprota. Þeir myndast inn á milli blaða og stönguls á móðursprotanum og getur einn dóttursproti myndast við hvert blað á móðursprotanum. Fjöldi dóttursprota er því háður fjölda blaða á móðursprotanum. Það eru þó ekki allir dóttursprotar sem ná að dafna og stækka. Það er háð næringarástandi móðursprotans, hversu há gróðurinn er (skuggamyndun) eða hversu snöggklipptur hann er eftir beit eða slátt. Eftir að móðursprotinn er farinn í kynvöxt hefur hann forgang og dóttursprotar þurfa að bíða afgangs. Þeir sem hafa náð að mynda sjálfir rætur hafa hugsanlega tök á að dafna og stækka, aðrir bíða betri tíma. Ef stöngulendi sprota hefur verið fjarlægður með beit og/eða slátt eru það dóttursprotarnir sem taka við og viðhalda grassverðinum. Dóttursprotum er skipt í tvo flokka, eftir því hvort þeir vaxa innanslíðurs eða utanslíðurs. Plöntur er mynda innanslíðurs dótturspota eru oftast með þúfukenndan vöxt, eins og til dæmi snarrótarpuntur.

Hjá plöntum með utanslíðurs dóttursprotum lengjast neðstu stöngulliðir dóttursprotans mikið og brjóta sér leið í gegnum blaðslíðrin móðursprotans. Er þá talað um renglur og geta þær ýmist vaxið ofanjarðar eða neðanjarðar. Sem dæmi má nefna vallarsveifgras sem myndar öflugar neðanjarðarrenglur og skriðlíngresi sem myndar ofanjarðarrenglur.

Helstu tegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Helstu tegundir grasaættar flokkaðar eftir nýtingu.

Korn
Lauf og stöngull
Túngrös
Rannsóknartegundir