Háliðagras
Háliðagras | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Axpuntur háliðagrass með sýnilega fræfla
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Alopecurus pratensis Linnaeus |
Háliðagras (fræðiheiti: Alopecurus pratensis) er grastegund af ættkvíslinni Alopecurus. Háliðagras vex jafnan í Evrópu og Asíu. Á Íslandi vex tegundin villt og er lítillega notuð til túnræktar. Háliðagras líkist nokkuð Vallarfoxgrasi í útliti.
Háliðagras getur orðið allt að 110 cm hátt og hefur frekar breið, slétt blöð. Slíðurhimnan er 1-2 mm á lengd. Tegundin er viðkvæm fyrir ryðsveppi og má því oft greina ryðrauða bletti á blöðum. Axpunturinn, er einnig nefnist kólfur, er sívalur, allangur og mjúkur viðkomu.
Háliðagras þrífst best í rökum, frjósömum jarðvegi og er viðkvæmt fyrir þurrki. Það er snemmþroska og er gott fóður ef það er slegið nokkuð snemma því orkugildi þess fellur hratt eftir því sem það sprettur úr sér. Tegundin gefur góða uppskeru og þolir vel beit og traðk. Hinsvegar hentar það illa í blöndu með öðrum tegundum túngrasa, þar sem það er oftast úr sér sprottið á meðan aðrar tegundir eru enn lítið þroskaðar.
Samlífi
[breyta | breyta frumkóða]Háliðagras er ein þeirra grastegunda sem sveppurinn korndrjóli (Claviceps purpurea) vex á.[1]
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Greinasafn: Kynbætur á háliðagrasi“. Sótt 12. ágúst 2006.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Helgi Hallgrímsson. 2010. Sveppabókin. Skrudda, Reykjavík. ISBN 978-9979-655-71-8