Vallarsveifgras

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vallarsveifgras
Vallarsveifgras (Poa pratensis)
Vallarsveifgras (Poa pratensis)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Einkímblöðungar (Liliopsida)
Ættbálkur: Grasættbálkur (Poales)
Ætt: Grasaætt (Poaceae)
Ættkvísl: Sveifgrös (Poa)
Tegund:
Vallarsveifgras (P. pratensis)

Tvínefni
Poa pratensis
L.

Vallarsveifgras (fræðiheiti: Poa pratensis) er ein af mörgum tegundum sveifgrasa (Poa) sem finna má í heiminum. Á Íslandi vex tegundin villt en er einnig notuð til túnræktar, í íþróttavelli og í grasflatir.

Greiningareinkenni[breyta | breyta frumkóða]

Neðanjarðarrenglur á vallarsveifgrasi

Vallarsveifgras er fremur lágvaxin tegund, hún er oftast 30-50 sm á hæð. Tegundin tilheyrir puntgrösum og er puntur vallarsveifgrass keilulaga, þar sem neðstu greinar puntsins eru lengstar. Hvert smáax hefur 3-5 blóm. Axagnirnar eru oftast fjólubláar.

Blöð plöntunnar eru fremur breið (3-5 mm), flöt og enda í totu, líkt og bátsstefni. Það er gott greiningareinkenni sveifgrasa. Vallarsveifgras myndar öflugar neðanjarðarrenglur og fjölgar sér gjarnan þannig.

Notkun[breyta | breyta frumkóða]

Vallarsveifgras hefur í ríkum mæli verið notað til túnræktar, þó notkun þess hefur eilítið minnkað síðustu árin. Það gefur þokkalega uppskeru og gefur góðan endurvöxt. Fóðrið er lystugt, næringar- og steinefnaríkt. Því er gjarnan sáð í blöndu með vallarfoxgrasi. Það er einnig töluvert notað í íþróttavelli og grasflatir vegna þess hvað það þolir traðk vel.