Geðrof

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Geðrof getur breytt því hvernig maður skynjar liti, ágætt sýnidæmi af því er þetta málverk Van Goghs frá 1889.[1]

Geðrof er ástand þar sem einstaklingur á erfitt með að greina hvað sé raunverulegt. Oftast koma fram ranghugmyndir, ofskynjanir, skert raunveruleikatengsl, og stundum ruglingslegt tal og undarleg hegðun. Svefnvandamál, félagsleg einangrun, og áhugaleysi eru algeng.[2]

Sumir fara aðeins einu sinni í geðrof, sumir fá nokkur köst yfir ævina. Hjá sumum koma geðrofseinkenni fram aftur og aftur og flokkast sjúkdómurinn þá undir geðklofa.[3]

Orsakir geðrofs geta verið margvíslegar: Geðsjúkdómar (geðklofi, geðhvarfasýki, þunglyndi, jaðar­persónuleikaröskun), sálræn áföll, svefnskortur, elliglöp, sum lyf, og sum vímuefni líkt og áfengi, kannabis, kókaín, amfetamín, LSD, og ketamín. Koffín getur gert einkenni verri hjá þeim sem eru með geðklofa.[4] Um 0,1% af nýbökuðum mæðrum fer í geðrof.[5]

Geðrof eru meðhöndluð með geðrofslyfjum, sálfræðimeðferð, og með félagslegum stuðningi. Um 3% fólks fer í geðrof einhvern tímann á ævinni.[2] Talið er að ofvirkni taugaboðefnisins dópamíns eigi þátt í geðrofi, það sem styður þá kenningu er helst það að geðrofslyf virka með því að hemja dópamínviðtaka, og þau lyf og vímuefni sem auka magn dópamíns við taugaviðtaka geta valdið geðrofi.[6]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Bogousslavsky J, Boller F (2005). Neurological Disorders in Famous Artists. Karger Medical and Scientific Publishers. bls. 125.
  2. 2,0 2,1 „RAISE Questions and Answers“. NIMH. Sótt 23. janúar 2018.
  3. Geðsjúkdómar – Persóna.is
  4. Broderick P, Benjamin AB (December 2004). "Caffeine and psychiatric symptoms: a review". The Journal of the Oklahoma State Medical Association. 97 (12): 538–42. PMID 15732884.
  5. "Postpartum Psychosis". Royal College of Psychiatrists.
  6. "Psychosis Causes". NHS.
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.