Fara í innihald

Geðröskun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Geðsjúkdómur)

Geðröskun (eða geðrænn kvilli) er truflun í andlegu lífi einstaklings eða hegðunarmynstri hans sem veldur honum vanlíðan eða dregur úr getu hans inna verk af hendi.[1]

Meðal algengra geðraskananna eru þunglyndi, geðhvarfasýki, elliglöp, geðklofi, áfallastreituröskun, átraskanir, félagsfælni, og athyglisbrestur.[2][3]

Alvarlegar geðraskanir eru oft nefndar geðsjúkdómar eða geðveiki, og er þá vísað til mikilla truflana í andlegu lífi sem einkennast af ranghugmyndum, ofskynjunum og skertu veruleikaskyni[4] og sem valda vanlíðan eða afbrigðilegri hegðun, jafnvel fötlun. Algengir geðsjúkdómar eru geðhvarfasýki og geðklofi, hugsýki og persónuleikaröskun.

Sérfræðinga greinir á hvort flokka beri geðraskanir sem sjúkdóma en það viðhorf nýtur mikillar hylli.[4] Orsakir alvarlegra geðraskana geta verið líffræði- eða lífeðlisfræðilegar. Uppeldi, umhverfi og persónuleiki geta skipt máli en einnig erfðafræðilegir þættir.[4][5] Til dæmis er vitað að geðhvarfasýki er að miklu leyti arfgengur sjúkdómur sem á sér líffræðilegar orsakir enda þótt genin sem valda sjúkdómnum séu enn óþekkt.[5] Sömu sögu er að segja um geðklofa.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Bolton D (2008). What is Mental Disorder?: An Essay in Philosophy, Science, and Values. OUP Oxford. bls. 6. ISBN 978-0-19-856592-5.
  2. „Mental Disorders“. World Health Organization. World Health Organization. Sótt 20. júlí 2020.
  3. opex. „Geðraskanir“. Geðhjálp (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 27. nóvember 2020. Sótt 2. nóvember 2020.
  4. 4,0 4,1 4,2 Heiðdís Valdimarsdóttir. „Hvað er geðveiki? “. Vísindavefurinn 11.12.2005. http://visindavefur.is/?id=5476. (Skoðað 3.5.2009).
  5. 5,0 5,1 Gylfi Ásmundsson. „Eru geðsjúkdómar ættgengir?“. Vísindavefurinn 12.3.2002. http://visindavefur.is/?id=2179. (Skoðað 3.5.2009).
  Þessi sálfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.