Súrt berg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Súrt berg eða súrberg er kísilríkt storkuberg, venjulega ljósleitt.

Aðalsteindir eru kvars og feldspat en á Íslandi aðallega natríumfeldspat - albít/ólígóklas - en minna um kalífeldspat.

Eftir kísilmagni hefur storkuberg verði flokkað gróflega í þrennt

  • súrt berg með kísli > 65%
  • ísúrt berg með kísilmagn á milli 52-65%
  • basískt berg með kísilmagn <52%

Eftir því sem bergkvikan er súrari því seigari er hún og því er súrt hraun mjög þykkt eins og Laugahraun og hrúgast upp sem gúll.

  Þessi jarðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.