Fara í innihald

Íslandít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Íslandít er tegund af járnríku ísúru gosbergi. Nafnið var búið til í kringum árið 1960 af breska jarðfræðingnum Ian Carmichael sem vann að doktorsritgerð um Þingmúla-eldstöðina í Skriðdal. Íslandít er fremur dökkt, stundum alveg svart og glerkennt, þétt og lítið um blöðrur í því. Einnig getur það verið með rauðleitum blæ vegna oxunar. Ef slegið er í grjótið klingir það með skærum hljómi. Styrkur járns í íslandíti fer vaxandi með auknum styrk kísiloxíðs (SiO2) öfugt við bergsyrpur á meginlöndunum.

  • Jóhann Ísak Pétursson og Jón Gauti Jónsson (2008). Almenn Jarðfræði. Iðnú.
  • „Vísindavefurinn: Hvað eru "íslandít" og "Iceland spar"?“. Sótt 13. ágúst 2009.