Fara í innihald

Gó-gó tónlist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gó-gó tónlist (e. Go-go) er tónlistarstefna sem að á uppruna sinn til seinni hluta áttunda áratugarins í Washington, D.C.. Upphafsmaður stefnunnar var Chuck Brown, en fyrir það hann fékk viðurnefnið Guðfaðir gó-gó tónlistar. Gó-gó tónlist er afbrigði af fönk tónlist og er þetta ein af tónlistarstefnunum sem að gáfu af sér rapp tónlist. Tónlistarstefnan hefur hlotið mestar vinsældir sínar hjá blökkumönnum í Washington, D.C.


Saga[breyta | breyta frumkóða]

Uppruni[breyta | breyta frumkóða]

Gó-gó tónlist á uppruna sinn til áttunda áratugarins. Tónlistarstefnan átti sínar bestu stundir í borgun innan Bandaríkjanna eins og Washington D.C. og Norður-Virginía. Upphafsmaður gó-gósins var tónlistarmaðurinn Chuck Brown. Árið 1976 sá hann sig knúinn til þess að búa til þessa nýju tónlistarstefnu þar sem að plötusnúðar voru að taka yfir öllum þeim störfum sem að upphaflega höfðu alltaf farið til tónlistarmanna. Brown prufaði það að láta hljómsveitina sína, The Soul Searchers, spila endalaust á tóneikum, þeir fengu ekki að stoppa á milli laga. Stundum fór það svo langt að spilað var stanslaust í tvo tíma. Þessi stíll reynist síðan einkenna gó-gó tónlist. Sagan segir að heitið á tónlistarstefnunni kom þegar að Brown var að spila með hljómsveitinni sinni og þegar að lagið var að klárast byrjaði fólkið að fara. Brown snéri sér þá að hljómsveitinni og sagði ,,Go, go“, eða ,,Áfram, áfram“. Þeir héldu áfram að spila og fólkið snéri við og hélt áfram að hlusta.[1] George Clinton og Parliament-Funkadelic höfðu mikil áhrif á Brown, en þeir áttu það til að vera með tónleika sem að voru yfir fjóra tíma. Einnig hafði reggí-tónlist og danstónlist frá Karabíska hafinu áhrif á hann.[2]

Níundi áratugurinn[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1982 varð gó-gó tónlist orðin vinsælasta tónlistin á dansklúbbum í blökkumannahverfunum í Washington. Grace Jones lagið Slave to the Rhythm, hafði greinileg áhrif frá gó-gó tónlist á meðan Little Benny lagið Who comes to Boogie var greinilega aðeins gó-gó lag af hjarta og sál. Það lag var lagið sem að færði gó-gó yfir til Bretlands, en lagið lenti þar á topplagalista Breta þegar að það kom út. Vinsælasta gó-gó lag allra tíma er ef til vill E.U. lagið Da Butt. Lagið lagið kom út árið 1987 og varð fyrsta gó-gó lagið til þess að lenda á Billboard Billboard lagalistanum, en lagið var númer 37.[3]

Tíundi áratugurinn og nýlegra[breyta | breyta frumkóða]

Nýr áratugurinn byrjaði og með honum komu nýir tónlistarmenn. Þessir tónlistarmenn féllu undir þann flokk sem að kallaðir voru ´nýja kynslóðin´. Þeirra tónlist hljómaði almennt meira eins og hip-hop heldur en fönk. Vinsældir gó-gó tónlistarinnar óx á þessum áratugi út af plötusnúðum, sem að byrjuðu að spila tónlistina í meira magni. [4]

Washington, D.C. var ein af fáu borgunum í Bandaríkjunum þar sem að svartir voru ekki í minnihlutahóp. Hinsvegar hefur dregist úr gó-gó tónlist á almannafæri eftir aldamótin og dauði gó-gósins hefur verið kenndur við dauða Chuck Browns árið 2012.[5] Því náðu þeir að tjá sig mikið í gegnum gó-gó tónlistina á tíunda áratugnum. Útvarpstöðin GoGoRadio er útvarpstöð sem er tileinkum gó-gó tónlist og spilar hana allan daginn. Útvarpstöðin er staðsett í heimabæ gó-gó tónlistarinnar, Washington, D.C. [6]

Chuck Brown á tónleikum 1. október 2005.

Chuck Brown (1936-2012)[breyta | breyta frumkóða]

Chuck Brown, eða Guðfaðir gó-gó tónlistar, fæddist 22. ágúst 1936. Hann var söngvari og gítarleikari og byrjaði að spila með Jerry Butler and the Earls of Rhythm á sjöunda áratugnum. [7] Hann seinna byrjaði að spila með latneskum hljómsveitum eins og Los Latinos. Hann spilaði alla þá tónlist sem að hann ólst upp með og byrjaði að blanda þeim saman í sinn eigin stíl, sem að seinna fékk nafnið gó-gó. Í þessum nýja stíl sínum átti hann til að kalla áhorfendur og hvetja þá til þess að svara honum. Hann gaf út marga stórsmelli eins og We Need Some Money og The Other Side.[8]

Einkenni[breyta | breyta frumkóða]

Þau hljóðfæri sem að einkenna gó-gó tólist eru trommur, konga-trommur, gítarar, hljómborð, kúbjöllur og ýmis trompet og horn. Yfirleitt er þessi tónlist spiluð af svörtum mönnum.[9] Fólk hefur átt það til að kalla aðal söngvarann „aðal talarann“, þar sem að það hefur oft tíðkast að söngvarinn tali beint til áhorfendanna á milli laga. Áhorendur svara svo í sama stíl.[10] Gó-gó tónlist er í eðli sínu fönk tónlist en Brown skapaði gó-gó út frá þeirri tónlistarstefnu. Fönk tónlist einkennist af bassagítar og hröðum takti, en fönkið átti að vera eins átakanlegt og það gæti verið í hraða sínum.[11] Gó-gó tónlist hefur verið gagnrýnd fyrir það að vera með frekar innihaldslausa texta en textinn er í raun aðeins aukaatriði, þar sem að aðalboðskapurinn er í raun takturinn.[12]

Konga-trommur[breyta | breyta frumkóða]

Hefðbundnar konga-trommur.

Konga-tromma er tromma sem að er oftast há, mjó og aðeins með einn flöt til að slá á. Það eru ekki notaði kjuðar heldur er slegið með höndunum.[13] Konga-tromman er upprunalega frá Afríku og fær nafn sitt frá heimalandi sínu Congolaise (e. Conga-drumms). Þegar að tromman kom fyrst fram spiluðu tónlistarmennirnir aðeins á eina trommu og tók það á því voru þeir aðeins sérfræðingar í einum ákveðnum takti. Þeir þróuðu tæknina sína til þess að geta spilað á tvær eða þrjár trommur í einu og ná það blanda saman mismunandi töktum.[14] Konga-trommuslátturinn í gó-gó tónlist er mismunandi, frá því að vera hægur og rólegur yfir í að vera einstaklega hraður. Oftast er spilað á fjórar trommur, tvær litlar og tvær stórar.[15]

Áhrif[breyta | breyta frumkóða]

Gó-gó tónlist hefur haft mikil áhrif á rapptónlist og hvernig hún er í dag. Það á þá sérstaklega við um hröðu textana í lögunum. Sumir telja að rapp eigi uppruna sinn til þeirra hluta á gó-gó plötum þegar að söngvarinn er að tala á milli laga.[16] Margir atvinnurapparar byrjuðu í gó-gó hljómsveitum, eins og rapparinn Wale. Einnig hefur tónlistarstefnan haft áhrif á R&B, eða ryþmablús, bæði með lagatextum og töktum. [17]

Hljómsveitir og tónlistarmenn[breyta | breyta frumkóða]

Vinsælar gó-gó hljómsveitir[breyta | breyta frumkóða]

Trouble Funk var stofnuð árið 1978. Þeir sungu mikið á klúbbum og á tónleikum og voru ómissandi fyrir alvöru gó-gó aðdáendur. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu, Straight Up Funk Go-Go Stile, árið 1981. Framleiðendur tónleika sem að þeir sungu á létu oft harðkjarna pönkhljómsveitir hita upp fyrir þá, en aðdáendur gó-gó tónlistarinnar fannst það ekki ásættanlegt og því varð ekki meira af svoleiðis tónlistarblöndu. Þeirra hápunktur var á miðjum níunda áratugnum þó að þeir spiluðu áfram fram eftir tíunda áratugnum. [18]

Í byrjun níunda áratugarins byrjaði hljómsveitin Rare Essence. Þeir gáfu út sitt fyrsta lag, Body Moves, árið 1981. Þeir fóru á mörg hljómsveitarferðalög en byrjuðu að fara hægt um sig um miðjan tíunda áratuginn. Þeir eru af mörgum taldir vera ein af klassískum gó-gó hljómsveitunum sem að komu frá Washongton D.C. [19]

Experience Unlimited, eða E.U., hófu feril sinn snemma á áttunda áratuginum. Þeir eru frægasti fyrir lagið sitt Da Butt sem að kom út árið 1987. Þeir fóru í mörg tónleikaferðalög, t.d. til Japans og Þýskalands. [20]

Amerie á góðgerðarkvöldi Red Dress Collection árið 2006.

Aðrar vinsælar gó-gó hljómsveitir eru UCB Uncalled 4 Experience, Northwest Youngins og BYB, eða Backyard Band. [21]

Vinsælir gó-gó tónlistarmenn[breyta | breyta frumkóða]

Fæðingarstaður gó-gó tónlistarinnar, Washington, D.C., hefur haft mikil áhrif á suma tónlistarmenn.

Olubowale Victor Akintimehin Folarin (21. september 1984), betur þekktur undir listamannanafninu sínu Whale, fæddist í Washington, D.C. Þar ólst hann upp við gó-gó tónlistina og hafði hún mikil áhrif á tónlistarferil hans. Það sem að einkennir hann er að hann blandar saman öllum helstu hip-hop tegundum, sem að hann ólst upp við, saman í lögunum sínum. [22]

John W. Bowman Jr. (1958), betur þekktur undir listamannanafninu DJ Kool, fæddist í Washington, D.C. Hann er bandarískur rappari sem að semur lög sín undir áhrifum frá gó-gó tónlist. Hann byrjaði feril sinn á níunda áratugnum. Þá var hann upphitunaratriði fyrir aðra rappara en fékk plötusamning stuttu seinna. Hann gaf út nokkur lög í byrjun tíunda áratugarins og gaf út sitt vinsælasta lag, Let Me Clear My Throat, árið 1996. [23]

Amerie Rogers (12. janúar 1980 ) í Fitchburg Massachusetts. Faðir hennar var af afrískum uppruna en móðir hennar var frá Suður-Kóreu. Faðir hennar var í bandaríksa hernum og því þurfti hún að flytja mikið. Hún hefur þó sagt það opinberlega að hún telur Washington, D.C. vera heimabær sinn. Hún gaf út sitt fyrsta lag, Why Don‘t We Fall In Love, árið 2022. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar plötur.[24]

Aðrir vinsælir gó-gó söngvarar eru Sy Smith[25] og Belinda Carlisle. [26]

Ofbeldi[breyta | breyta frumkóða]

Oft hafa ofbeldisglæpir verið tengdir við gó-gó tónlist. Árið 2005 lagði Larry D. McCoy, lögreglustjóri yfir Washington, D.C., það til að klúbbar ættu að banna gó-gó tónlist vegna þess að það hvetur til ofeldis. Á milli 2003 og 2005 voru þrjú morð, tveir ofeldisglæpir þar sem að menn voru stungnir og tveir ofbeldisglæpir gegn lögreglumönnum framdir á svæðum í eða nálægt klúbbum þar sem að gó-gó tónlist var spiluð. Margir mótmæltu þessu, þar á meðal nokkrir klúbbeigendur, og lögreglan var gagnrýnd fyrir það að vilja banna tónlistina aðeins út af því að hún höfðaði til unga svarta fólksins.[27] Út af þessu settu þó sumir klúbbar sér þá stefnu að banna gó-gó tónlist á staðnum. Þessa stefnu er enn hægt að finna á mörgum klúbbum.[28] Þetta áreiti lögreglunnar byrjaði þó ekki þarna heldur hefur lögreglan haft vandamál við gó-gó tónlist síðan snemma á níunda áratugnum. Þó voru gó-gó tónlistarmenn tengdir við fíkniefnasölu og ofbeldi tengt gengjum.[29]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. ,Johnhenry22.tripod.com, Go Go History
 2. Britannica. Academic Edition, , Go-go, 2013
 3. ,Markham, Rachel og Negro, Joey, Dummymag.com The 10 best Go-go records, according to Joey Negro
 4. Oldschoolgogo.com The History of Go-go
 5. Ali, Abdul, Theatlantic.com, How Washington, D.C., Turned It's Back on Go-go, the Music it Inventid, 2012
 6. Gogoradio.com
 7. Biography.com, Chuck Brown Biography
 8. Windmeupchuck.com, Chuck Brown
 9. Hopkinson, Natalie, Washingtonpost.com, Go-go music is the sole of Washington, but it's slipping away, 2010
 10. Nachman, Ron, , Dangerousminds.net, Go-go Swing: Fantastic late 80's Documentary About Washington D.C.'s Funk Scene, 2010
 11. Nero, Mark Edward , Rand.about.com, What is Funk music?
 12. Allmusic.com, Go-go
 13. Thefreedictionary.com, Conga drum, 2000
 14. Artdrum.com, History of Conga drums
 15. Hammond, Kevin, Tmottgogo.com, Goombox - The Junior Congas
 16. Moore, Marcus J., , Washingtoncitypaper.com, Chuck Brown - Rap Patriarch 2012
 17. Thewallmag.com, Go-go's influence on hip-hop
 18. Troublefunk.com, The history of Trouble Funk
 19. Ankeny, Jason, Allmusic.com, Rare Essence
 20. Gogobands.tripod.com, Experience Unlimited
 21. Johnhenry22.tripod.com, The Major Bands
 22. Last.fm, Wale
 23. Ranker.com, DJ Kool
 24. Nero, Mark Edward, Randb.about.com, All About Amerie
 25. Ranker.com, Go Go Bands/Atists
 26. Malkin, Mark, Uk.eonline.com, Go Go Singer Belinda Carlisle: I Should Look Like S--t or I Should Be Dead, 2010
 27. Montgomery, Lory, Washingtonpost.com, D.C. Police Blame Go-Go For Violence at NW Club, 2005
 28. Gogoko.net, Violence Related to Gogo Bands
 29. Izadi, Elahe, Dcentric.wamu.org, Go-go in D.C.'s Neighbourhoods: Soon to be a Thing of the Past?, 2011

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]