Freyja Haraldsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Freyja Haraldsdóttir (f. 27. júní 1986) er íslensk stjórnmálakona og baráttukona fyrir réttindum fatlaðra. Hún var varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð frá 2013–2015.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Freyja fæddist með beinbrotasýki, sjúkdómurinn lýsir sér þannig að bein brotna auðveldlega.[1] Árið 1997 flutti Freyja með fjölskyldu sinni til Nelson í Nýja Sjálandi og gekk þar í skóla. Freyja er með bakkalárgráðu frá Háskóla Íslands í þroskaþjálfafræði og meistaragráðu í kynjafræði.[2] Freyja skilaði inn MA-ritgerð sinni árið 2017 og fjallaði þar um mismunun gegn fötluðum konum á Íslandi á grundvelli kynferðis.[3] Freyja stundar nú doktorsnám við HÍ í menntavísindum.[2]

Hún hefur beitt sér fyrir bættri þjónustu fyrir fatlaða, og var um tíma framkvæmdastjóri NPA-miðstöðvarinnar sem vinnur að framgangi þess að fatlaðir fái aukna aðstoð í formi notendastýrðrar persónulegar aðstoðar.[4] Freyja er talskona Tabú, sem er femínísk hreyfing fatlaðra kvenna.[5]

Freyja var kjörin á íslenska stjórnlagaþingið árið 2010 og tók þátt í því að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland sem var skilað inn þann 27. júlí árið 2011. Freyja var varaþingmaður Bjartrar framtíðar í Suðvesturkjördæmi frá 2013 til 2015.[6]

Árið 2007 kom bókin Postulín út, en hún er ritað af Freyju og Ölmu Guðmundsdóttur og hefur að geyma sögu Freyju. Sama ár útnefndi tímaritið Nýtt líf Freyju sem Konu ársins í árlegri útnefningu tímaritsins.[7]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Söfnun fyrir utanlandsferð Freyju Haraldsdóttur“. mbl.is. 29. ágúst 2003. Sótt 6. desember 2018.
  2. 2,0 2,1 „„Kvenfyrirlitningin felur sig á bakvið fötlunarfyrirlitninguna“: Andóf fatlaðra kvenna gegn ofbeldi“. RIKK. 7. nóvember 2018. Sótt 6. desember 2018.
  3. Freyja Haraldsdóttir (febrúar 2017). „‘I am discriminated against because I exist’: Psycho-emotional effects of multiple oppressions for disabled women in Iceland“ (PDF). Háskóli Íslands. Sótt 6. desember 2018.
  4. NPA miðstöðin. „Framkvæmdastjóri ráðinn til NPA miðstöðvarinnar“.
  5. Tabu.is, „Freyja Haraldsdóttir“ (skoðað 4. ágúst 2019)
  6. „Freyja Haraldsdóttir“. Alþingi. Sótt 6. desember 2018.
  7. Mbl.is, „Freyja er kona ársins hjá Nýju lífi“ (skoðað 5. ágúst 2019)