Fara í innihald

Barnaverndarstofa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Barnaverndarstofa var sjálfstæð stofnun sem heyrði undir Velferðarráðuneytið. Stofnunin vann að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs á Íslandi.

Það eru barnaverndarnefndir hvers sveitarfélags sem fara með barnaverndarmál, en Barnaverndarstofa hafði eftirlit með störfum þeirra.

Stofnunin rak:

  • Barnahús – Þjónusta sem sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi verið beitt kynferðisofbeldi.
  • Meðferðarheimili fyrir börn, eitt á Suðurlandi og annað á Norðurlandi.
  • Stuðla – Meðferðarstöð ríkisins sem veitir bæði meðferðarvistun og neyðarvistun.
  • Sálfræðiþjónustu fyrir börn sem sýna óviðeigandi kynhegðun.
  • Fósturráðstafanir – Stofnunin getur komið börnum til fósturforeldra tímabundið eða varanlega.
  • Meðferðarúrræði fyrir fjölskyldur unglinga með alvarlegan hegðunarvanda.
  • Þjálfun fyrir foreldra barna með hegðunarerfiðleika.

Barnaverndarstofa var lögð niður við lok árs 2021 og ný stofnun, Barna- og fjölskyldustofa, tók við hlutverki hennar.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Tilkynningum vegna áhættuhegðunar fjölgar“. Barna- og fjölskyldustofa. 29. mars 2023. Sótt 29. desember 2023.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.