Fara í innihald

Grænaskur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Fraxinus mandschurica)
Grænaskur
Blöð og stofn grænasks
Blöð og stofn grænasks
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
(óraðað) Asterids
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Smjörviðarætt (Oleaceae)
Ættkvísl: Eskiættkvísl (Fraxinus)
Geiri: Fraxinus sect. Fraxinus
Tegund:
F. mandshurica

Tvínefni
Fraxinus mandshurica
Rupr.
Samheiti

Homotypic

  • Fraxinus nigra subsp. mandshurica (Rupr.) S.S.Sun, Bull. Bot. Res., Harbin 5(1): 60. 1985.
  • Fraxinus nigra var. mandshurica (Rupr.) Lingelsh. in Engl. (ed.), Pflanzenr., IV, 243(1): 57. 1920.

Heterotypic

  • Fraxinus excelsa Thunb. Fl. Jap.: 23. 1784.
  • Fraxinus excelsissima Koidz., Acta Phytotax. Geobot. 3: 41. 1934.
  • Fraxinus mammifera Steud., Nomencl. Bot.: 346. 1821),
  • Fraxinus mandshurica subsp. brevipedicellata S.Z.Qu & T.C.Cui, Acta Bot. Boreal.-Occid. Sin. 8: 130. 1988.
  • Fraxinus mandshurica var. japonica Maxim., Mélanges Biol. Bull. Phys.-Math. Acad. Imp. Sci. Saint-Pétersbourg 7: 395. 1874.

Grænaskur (fræðiheiti: Fraxinus mandshurica) er tegund af eskiættkvísl ættuð úr norðvestur Asíu; norður Kína (Gansu, Hebei, Heilongjiang, Henan, Hubei, Jilin, Liaoning, Shaanxi, Shanxi), Kórea, Japan og suðaustur Rússland (Sakhalineyja).[1]

Þetta er meðalstórt til stórt lauffellandi tré, að 30 m hátt, með stofn sem verður að 50 sm í þvermál. Blöðin eru 25 til 40 sm löng, fjaðurskift, með 7 til 13 smáblöð, smáblöðin 5 til 20 sm löng og 2 til 5 sm breið, stilklaus og með tenningu á jaðrinum. Þau verða gullgul snemma á haustin og er tegundin yfirleitt nokkuð snemma með haustlit. Blómin koma að vori, rétt á undan blöðunum, í gisinni blómskipan, þau eru óáberandi og án krónublaða, og vindfrjóvguð. Fræin eru 1–2 sm löng með væng.[1]

Hann er náskyldur Svartaski (Fraxinus nigra) frá austur Norður Ameríku, og hefur stundum verið talinn undirtegund eða afbrigði af honum af sumum höfundum; F. nigra subsp. mandschurica (Rupr.) S.S.Sun, eða F. nigra var. mandschurica (Rupr.) Lingelsheim.[1]

Stafsetningin á tegundarheitinu er einnig umdeild; sumir (til dæmis Flora of China[1]) skrifa mandschurica, meðan aðrir (t.d. USDA GRIN[2]) skrifa mandshurica. Upprunalega skráningin 1857 (rússnesk) var ekki með "c." [3]

Vistfræði

[breyta | breyta frumkóða]

Hann þolir margskonar jarðveg, þar á meðal blautan mýrajarðveg og í árdölum, og hefur engar sérstakar kröfur um sýrustig, vex þó illa í mjög súrum jarðvegiH.[4] Hann þarfnast fullrar sólar til að þroskast vel, og að minnsta kosti 50 sm úrkomu á ári. Hann þarf meginlandslagsloftslag með skýrt afmörkuðum árstíðum; kaldir vetur, heit sumur og engin síðvorsfrost.[5]

Fræin eru étin af fjölda fuglategunda.

Þessi tegund er stundum ræktuð sem skrauttré í hlutum Kanada og Bandaríkjunum. Þar er hann notaður í skjólbelti fyrir bóndabæi. Hann þolir líka mjög vel mengun í bæjum og borgum. Hann er einnig gott landslagstré á rökum svæðum, sérstaklega meðfram vegum og síkjum þar sem nægur raki er til staðar. Krónan verður meir egglaga er hann eldist.

Hann þolir illa hafrænt loftslag í ræktun, laufgast of snemma og skaddast af seinum vorfrostum.[5]

Það er verið að rannsaka möguleika á því að fá erfðaþátt úr honum til varnar Agrilus planipennis, asískri skordýrategund sem er upprunalega með áþekka útbreiðslu og grænaskur, en hún hefur orðið mikil plága í Norður Ameríku.[6] Hinsvegar eru einnig umtalsverð afföll af grænaski af hennar völdum í Kna.[7]

Blendingar við svartask hafa verið ræktaðir.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Wei Zhi; Peter S. Green. Fraxinus mandshurica. Flora of China. Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA. Sótt 27. maí 2012.
  2. "Fraxinus mandshurica". Geymt 22 júlí 2020 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
  3. Ruprecht, Franz Josef. 1857. Bulletin de la Classe Physico-Mathématique de l'Académie Impériale des Sciences de Saint-Pétersbourg 15: 371.
  4. Alberta Government agriculture & food: Fraxinus Geymt 30 ágúst 2007 í Wayback Machine
  5. 5,0 5,1 Bean, W. J. (1978). Trees and Shrubs Hardy in the British Isles 8th ed., vol. 2. John Murray ISBN 0-7195-2256-0.
  6. 6,0 6,1 Ohio State University: Ash Alert Geymt 4 nóvember 2007 í Wayback Machine
  7. European and Mediterranean Plant Protection Organization Data sheets on quarantine pests: Agrilus planipennis (pdf file) (currently unavailable; google cache)
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.