Fara í innihald

Agrilus planipennis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Agrilus planipennis

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Sexfætlur (Hexapoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjöllur (Coleoptera)
Ætt: Skartbjöllur (Buprestidae)
Ættkvísl: Agrilus
Tegund:
A. planipennis

Tvínefni
Agrilus planipennis
Fairmaire, 1888
Samheiti

Agrilus planipennis er græn skartbjalla ættuð frá norðaustur Asíu sem leggst á tegundir af eskiættkvísl. Kvendýrin verpa í sprungur í berkinum á eskitrjám, og lirfurnar nærast innri berki[2][3] og verða fullþroskuð á 1 til 2 árum.[4] Á náttúrulegu útbreiðslusvæði hennar, er hún dreifð og veldur ekki alvarlegum skaða á innfæddum trjám. Utan náttúrulegs útbreiðslusvæðis er hún ágeng tegund og veldur miklum skaða á innfæddum asktrjáum. Mikil vinna er nú lögð í að hafa stjórn á henni með eftirliti á útbreiðslu, hafa fjölbreytileika á tegundum, skordýraeitri og með lífrænum vörnum.[5]

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Náttúruleg útbreiðsla í Asíu og innflutt svæði í Evrópu og Ameríku 2013.

Náttúruleg útbreiðsla tegundarinnar er í tempruðu belti norðaustur Asíu, þar á meðal í Rússlandi, Mongólíu, norður Kína, Japan, og Kóreu.[6][7]

Í Norður-Ameríku er útbreiðslan aðallega í Michigan og nágerenni, en nær norður í Ontario, suður til norður Louisiana, vestur í Colorado, og austur til Massachusetts [8] Í Norður-Evrópu hefur hún fundist í Moskvu í Rússlandi 2003.[7] Frá 2003 til 2016, hefur útbreiðslan farið 40 km á ári vestur að Svíþjóð og mun líklega ná Mið-Evrópu 2031 og 2036.[9][10][7]

Hýsilplöntur[breyta | breyta frumkóða]

Í náttúrulegu útbreiðslusvæði sínu er hún einungis hvimleitt meindýr á innfæddum trjám, þar sem þéttleikinn verður ekki banvænn heilbrigðum trjám.[11] Í Kína sýkir hún innfædda F. chinensis, F. mandshurica, og F. rhynchophylla; í Japan sýkir hún F. japonica og F. lanuginosa.[7]

Þær tegundir sem hún veldur miklum skaða á eru í Norður-Ameríku eru: Fraxinus pennsylvanica, Fraxinus nigra, Fraxinus americana og Fraxinus quadrangulata.[12] Í Evrópu er það Fraxinus excelsior .[7]

Kort af svæðum þar sem Agrilus planipennis hefur fundist (janúar 3, 2017).

Lífrænar varnir[breyta | breyta frumkóða]

Tetrastichus planipennisi, sníkjuvespa ssem er notuð sem lífræn vörn

Leitað var af náttúrulegum óvinum sem eru sérhæfðir á Agrilus planipennis og láta aðrar skordýrategundir í friði, til notkunar í Norður-Ameríku. Þrjár tegundir frá Kína hafa verið samþykktar af USDA 2007 og í Kanada 2013: Spathius agrili, Tetrastichus planipennisi, og Oobius agrili, auk þess sem Spathius galinae var samþykkt 2015.[13][14] Fyrir utan Spathius galinae, sem aðeins nýlega hefur verið sleppt, hinar þrjár tegundirnar hafa fundist að sníkja á Agrilus planipennis ári eftir sleppingu, sem bendir til að hafa lifað af veturinn, en lifun hefur verið breytileg eftir tegundum og staðsetningu[14]

USDA hefur einnig verið að meta notkun á Beauveria bassiana, sníkjusvepp á skordýrum með sníkjuvespunum, til að halda Agrilus planipennis niðri.[15]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Data Sheets on Quarantine Pests: Agrilus planipennis (PDF). OEPP/EPPO Bulletin. 35 (3): 436–438. 2005. doi:10.1111/j.1365-2338.2005.00844.x. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 3. desember 2013. Sótt 26. mars 2019.
 2. Poland, Therese. M; Chen, Tigen; Jennifer, Koch; Pureswaran, Deepa (desember 2014). „Review of the emerald ash borer (Coleoptera: Buprestidae), life history, mating behaviours, host plant selection, and host resistance“ (PDF). The Canadian Entomologist. 147 (3): 252–262. doi:10.4039/tce.2015.4.
 3. Herms, Daniel A.; McCullough, Deborah G. (október 2013). „Emerald Ash Borer Invasion of North America: History, Biology, Ecology, Impacts, and Management“ (PDF). Annual Review of Entomology. 59: 13–30. doi:10.1146/annurev-ento-011613-162051. PMID 24112110. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. júlí 2020. Sótt 26. mars 2019.
 4. Gould, Juli S.; Bauer, Leah S.; Lelito, Jonathan; Duan, Jian (maí 2013). „Emerald Ash Borer Biological Control Release and Recovery Guidelines“ (PDF). USDA-APHIS-ARS-FS. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 1. júlí 2019. Sótt 26. mars 2019.
 5. Bauer, L.S.; Liu, H-P; Miller, D.; Gould, J. (2008). „Developing a classical biological control program for Agrilus planipennis (Coleoptera: Buprestidae), an invasive ash pest in North America“ (PDF). Newsletter of the Michigan Entomological Society. 53 (3&4): 38–39. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 4. október 2011. Sótt 26. mars 2019.
 6. Agrilus planipennis (insect)“. Global Invasive Species Database. ISSG-IUCN. 14. ágúst 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann mars 4, 2016. Sótt mars 26, 2019.
 7. 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 Valenta, V.; og fleiri (2016). „A new forest pest in Europe: a review of Emerald ash borer(Agrilus planipennis) invasion“. Journal of Applied Entomology. 141 (7): 507–526. doi:10.1111/jen.12369.
 8. „Emerald ash borer“. USDA Forest Service. Sótt 5. júlí 2015.
 9. Peter A. Thomas (2016). „Biological Flora of the British Isles: Fraxinus excelsior“. Journal of Ecology. 104 (4): 1158–1209. doi:10.1111/1365-2745.12566.
 10. „Ash tree set for extinction in Europe“. BBC. 23. mars 2016. Sótt 23. mars 2016.
 11. Wang, Xiao-Yi; og fleiri (2010). „The biology and ecology of the emerald ash borer, Agrilus planipennis, in China“. Journal of Insect Science. 10 (128): 128. doi:10.1673/031.010.12801. PMC 3016904. PMID 20879922.
 12. Poland, T.; McCullough, D. (2006). „Emerald ash borer: invasion of the urban forest and the threat to North America's ash resource“ (PDF). Journal of Forestry. 104: 118–124. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 27. febrúar 2022. Sótt 26. mars 2019.
 13. „Biological Control of the Emerald Ash Borer“. United States Department of Agriculture Forest Service. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. september 2021. Sótt 26. mars 2019.
 14. 14,0 14,1 Bauer, Leah S.; Duan, Jian J.; Gould, Juli R.; van Driesche, Roy; og fleiri (8. mars 2015). „Progress in the classical biological control of Agrilus planipennis Fairmaire (Coleoptera:Bupresitdae) in North America“. The Canadian Entomologist. 147 (3): 300–317. doi:10.4039/tce.2015.18.
 15. „Biocontrol: Fungus and Wasps Released to Control Emerald Ash Borer“. Science News. Science Daily. 2. maí 2011. Sótt 30. ágúst 2013.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.