Frank Fredrickson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frank Fredrickson
Fredrickson fyrir Ólympíuleikana árið 1920.
Fæddur
Sigurður Franklín Friðriksson

3. júní 1895
Dáinn28. maí 1979
Toronto, Ontario, Kanada
Þekktur fyrirÍshokkí, flug

Sigurdur Franklin Fredrickson (fæddur Sigurður Franklín Friðriksson; 3. júní 1895 - 28. maí 1979) var vestur-íslenskur íshokkíleikmaður og flugmaður.[1] Hann var einn af mikilvægustu leikmönnunum og þjálfurum í áhuga- og atvinnumannaíshokkí þegar það var í mótun í Norður-Ameríku á fyrri helmingi 20. aldarinnar.[2] Íshokkíferill Fredrickson var truflaður af herþjónustu í fyrri heimsstyrjöldinni og endaði vegna meiðsla á hné árið 1931.[3]

Fredrickson var miðjumaður Winnipeg Falcons, kanadíska liðsins sem samanstóð að mestu af Vestur-Íslendingum og vann fyrstu gullverðlaunin í íshokkí á Ólympíuleikunum árið 1920. Fredrickson gekk seinna til liðs við Victoria Aristocrats/Victoria Cougars og hjálpaði þeim að vinna Stanley-bikarinn árið 1925. Í báðum tilvikum var hann liðsfélagi vestur-íslendingsins Haldor Halderson, sem gerði þá fyrstu leikmennina til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum og Stanley-bikarinn.[4]

Fredrickson var einn af frumkvöðlum í flugi á Íslandi þegar hann kom þangað árið 1920 til að fljúga fyrir Flugfélag Íslands.[5][6]

Æskuár[breyta | breyta frumkóða]

Fredrickson fæddist í Winnipeg, Manitoba sem Sigurður Franklín Friðriksson, en foreldrar hans voru Jón Vídalín Friðriksson og Guðlaug S. Sigurðardóttir.[7][8] Hann talaði íslensku heima fyrir í æsku og lærði ensku þegar hann byrjaði í skóla.[9]

Íshokkíferill[breyta | breyta frumkóða]

Áhugamannaferill[breyta | breyta frumkóða]

Fredrickson stundaði nám við Kelvin Technical Institute og Central Collegiate áður en hann skráði sig í lagadeild Háskólans í Manitoba þar sem hann var fyrirliði íshokkíliðsins. Hann skráði sig í kanadíska herinn í febrúar 1916 til að taka þátt í fyrri heimsstyrjöldinni.[10] Hann var sendur í flugherinn og var sendur til Egyptalands til þjálfunar. Á leiðinni til baka frá Egyptalandi var skipið sem hann var á, SS Leasowe Castle, sökkt af þýsku tundurskeyti.[11] Fredrickson var síðar sendur til Skotlands til að starfa sem þjálfari og tilraunaflugmaður þar sem var til stríðsloka.[12]

Frederickson var fyrirliði Winnipeg Falcons árið 1920 og leiddi liðið til fyrstu gullverðlaununum í íshokkí á Ólympíuleikunum 1920 í Antwerpen.[13][14] Eftir Ólympíuleikana flutti hann til Íslands til að vinna fyrir Flugfélag Íslands við að kynna flug fyrir þjóðinni. Þann 25. júní 1920 varð hann annar maðurinn til að fljúga flugvél á Íslandi, á eftir Cecil Faber, og sá fyrsti af íslenskum ættum. Á meðan hann var á Íslandi keppti hann í frjálsíþróttum og setti nýtt Íslandsmet í kringlukasti.[15] Í október flutti hann aftur til Kanada.[16]

Atvinnumannaferill[breyta | breyta frumkóða]

Fredrickson með Victoria Cougars.

Fredrickson spilaði sem atvinnumaður fyrir Victoria Cougars í Pacific Coast Hockey Association og fyrir Boston Bruins, Pittsburgh Pirates og Detroit Falcons í National Hockey League (NHL). Hann hjálpaði Victoria að vinna Stanley-bikarinn árið 1925.

Á tímabilinu 1926 voru laun Fredericksons talin vera 6.000 dollarar, þau hæstu í NHL.[17]

Þann 18. janúar 1927 skoraði Fredrickson fjögur mörk í einum leik fyrir Boston í sigri Bruins á New York Rangers. Hann varð annar leikmaður Bruins til að ná þessu afrek. Liðsfélagi hans, Harry Oliver, hafði náð sama afreki viku áður.

Þann 21. desember 1928 var Fredrickson seldur frá Boston Bruins til Pittsburgh Pirates fyrir Mickey MacKay. Þegar leikið var aftur um Stanley-bikarinn tímabilið 1957–58 var nafn hans grafið, þvert á reglur NHL, á bikarinn með 1929 Bruins. Fredrickson var meðlimur í Pittsburgh Pirates daginn sem Boston vann bikarinn og gerði það hann ólöglegan samkvæmt reglum deildarinnar til að vera á bikarnum með Boston.

Fredrickson þjálfaði íshokkí og lacrosse eftir að hann hætti. Hann þjálfaði Pittsburgh Pirates á tímabilinu 1929, þegar hann spilaði einnig 9 leiki, en liðið fór 5-36-3 og flutti til Fíladelfíu næsta tímabil áður en það féll. Árið 1933 var Fredrickson skipaður þjálfari íshokkíliðs Princeton-háskóla.[18] Á meðan hann var í Princeton vingaðist hann við Albert Einstein, sem var prófessor þar; þeir höfðu áhuga á fiðlu.[17] Fredrickson var tekinn inn í frægðarhöll íshokkís árið 1958[19] og er einnig meðlimur í Manitoba Sports Hall of Fame and Museum.

Leikstíll[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta staða Fredricsson var miðjumaður, hann var örvhentur og hraður.

Þegar Fredrickson lék sinn fyrsta leik Pacific Coast Hockey Association (PCHA) með Victoria Aristocrats gegn Vancouver Millionaires á nýársdegi 1921 var hann 25 ára og hafði unnið bæði Allan bikarinn og orðið Ólympíumeistari, og væntingar meðal stuðningsmanna Victoriu voru afar háar, þó að það væru einnig nokkrir efasemdarmenn sem veltu fyrir sér hvort hann gæti leikið í PCHA. Í síðasta leikhluta leiksins skoraði Fredrickson eitt mark og gaf tvær stoðsendingar þegar Victoria sneri leiknum við og vann með 5 mörkum gegn 3, og hrósaði staðarblaðið Victoria Daily Times honum sem nýja "Babe Ruth íshokkís" og fullyrti að "hann sýndi allt og skorti ekkert".[20]

Verðlaun og afrek[breyta | breyta frumkóða]

Fredrickson (lengst til vinstri í öfustu röð) með Winnipeg Falcons á leið á Ólympíuleikanna 1920.
 • Allan-bikarinn (1920)
 • Gullverðlaun í íshokkí á Ólympíuleikunum (1920)
 • Fyrsta lið ársins í PCHA (1921, 1922, 1923 og 1924)
 • Stigakóngur PCHA (1923)
 • Markakóngur PCHA (1923)
 • Stanley-bikarinn (1925 og 1929)
 • Fyrsta stjörnuliðið í WCHL (1926)
 • Innleiddur í íshokkífrægðarhöllina árið 1958
 • Valinn í Manitoba All-Century Second All-Star Team
 • Innleiddur í íþróttarfrægðarhöll Manitoba árið 1981
 • Heiðursmeðlimur í Manitoba íshokkífrægðarhöllinni

Persónulegt líf[breyta | breyta frumkóða]

Fredrickson var kvæntur Beatrice Stefánsdóttur sem var einnig af íslenskum-kanadískum uppruna.[21]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. „Frank Fredrickson“. Olympedia. Sótt 29. mars 2021.
 2. „Frank Fredrickson Biography“. legendsofhockety.net. Sótt 26. ágúst 2008.
 3. „Frank Fredrickson Biography“. Manitoba Sports Hall of Fame. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2007. Sótt 26. ágúst 2008.
 4. „Winnipeg Falcons, who became 1st Olympic hockey champs 100 years ago, to be celebrated at Gimli's Ice Fest“. CBC. Sótt 20. mars 2020.
 5. „Hann varð ekki hetja“. Morgunblaðið. 3. september 1959. bls. 8. Sótt 28. nóvember 2022 – gegnum Tímarit.is.
 6. „Var einna fyrstur til að fljúga hér“. Tíminn. 5. ágúst 1959. bls. 11. Sótt 28. nóvember 2022 – gegnum Tímarit.is.
 7. „Winnipeg Falcons - Military Biographies“. Icelandic Veteran's Database. 1923. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. mars 2016. Sótt 26. ágúst 2008.
 8. „Í guðanna bænum lentu heldur á sjónum“. Morgunblaðið. 4. september 1969. bls. 2. Sótt 28. nóvember 2022 – gegnum Tímarit.is.
 9. MacLeod 2018
 10. MacLeod 2018
 11. MacLeod 2018
 12. MacLeod 2018
 13. Spalding, as reproduced on Winnipeg falcons.com“. Spalding's Athletic Library. 1919. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. ágúst 2008. Sótt 26. ágúst 2008.
 14. "Winners in first Olympic ice hockey tournament" Victoria Daily Times, April 28, 1920 (p. 10). Retrieved 2020-07-27.
 15. „Kringlukast með betri hendi“. Þróttur. 1. desember 2021. bls. 88. Sótt 28. nóvember 2022.
 16. „Úr borginni“. Lögberg. 21. október 1920. bls. 8. Sótt 28. nóvember 2022 – gegnum Tímarit.is.
 17. 17,0 17,1 MacLeod 2018
 18. „Tigers Here Saturday“. The Baltimore Sun. 31. desember 1933. bls. 11.
 19. Hockey Hall of Fame 2003, bls. 28.
 20. "Frederickson Will Be Babe Ruth of the P.C.H.A.", Victoria Daily Times. Jan. 3, 1921 (p. 12). Retrieved 2020-07-27.
 21. „Í næsta mánuði eru 40 ár síðan fyrst var flogið hér á landi“. Þjóðviljinn. 5. ágúst 1959. bls. 3, 8. Sótt 28. nóvember 2022 – gegnum Tímarit.is.

Frekari lesning[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

 • Biographical information and career statistics from NHL.com, or Eliteprospects.com, or Eurohockey.com, or Hockey-Reference.com, or Legends of Hockey, or The Internet Hockey Database