Haldor Halderson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Haldor Halderson
Halderson fyrir Ólympíuleikana árið 1920.
Fæddur
Halldór Halldórsson

6. janúar 1899
Dáinn1. ágúst 1965
Winnipeg, Manitoba, Canada
ÞjóðerniKanadískur
Ár virkur1921–1937
Þekktur fyrirÍshokkí
Hæð187 cm

Haldor Halderson (fæddur Halldór Halldórsson; 6. janúar 18991. ágúst 1965)[1][2] var vestur-íslenskur íshokkíleikari sem keppti á Sumarólympíuleikunum árið 1920.[3]

Halderson spilaði sem hægri vængmaður fyrir Winnipeg Falcons, kanadíska liðsins sem samanstóð að mestu að vestur-Íslendingum og vann til gullverðlauna fyrir íshokkí á Ólympíuleikunum árið 1920. Halderson lék seinna með Victoria Aristocrats/Victoria Cougars og hjálpaði þeim að vinna Stanley-bikarinn árið 1925. Í báðum tilvikum var hann liðsfélagi vestur-Íslendingsins Frank Fredrickson, og urðu þeir fyrstu leikmennirnir til að vinna gullverðlaun á Ólympíuleikunum og Stanley-bikarinn.[4]

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Halderson fæddist sem Halldór Halldórsson í Winnipeg, Manitoba, sonur íslensku innflytjendanna Halldórs Kristinns Halldórssonar og Jórunnar Kristólínu Jónsdóttur.[1][5]

Hann spilaði aldrei í skipulögðu yngri flokka starfi í íshokkí en skapaði sér nafn í íþróttinni eftir að hafa gengið til liðs við Winnipeg Ypres í herdeild Manitoba Hockey Association veturinn 1917 til 1918. Halderson var kallaður "Slim" sökum granns líkama á fyrstu árum sínum í íshokkí. Í upphafi 1921–1922 tímabilsins, sem var fyrsta tímabilið hjá Halderson í Pacific Coast Hockey Association (PCHA) með Victoria Aristocrats, var hann einungis um 75 kg þrátt fyrir að vera um 188 cm á hæð.[6] Eftir því sem leið á leikferill hans tók hann þó að þyngjast.

Tímabilið 1920–21 réð H. J. Sterling, forseti Canadian Amateur Hockey Association, rannsóknarmann sem uppgötvaði að Halderson og liðsfélagi hans Robert Benson höfðu fengið borgaða 6.500 dollara fyrir að spila með áhugamannaliðum.[7] Í kjölfarið ógilti áhugamannasamband Kanada, Amateur Athletic Union of Canada, leikheimild Halderson og hann var honum meinuð þáttaka í Allan-bikarnum árið 1921, þó að Saskatchewan Amateur Hockey Association hafi leyft honum og Saskatoon liðinu hans að halda áfram í sinni úrslitakeppni.[8]

Verðlaun og afrek[breyta | breyta frumkóða]

  • Allan-bikarinn (1920)
  • Ólympíumeistari (1920)
  • Fyrsta úrvalslið PCHA (1923)
  • Annað úrvalslið PCHA (1922)
  • Stanley-bikarinn (1925)
  • Fyrsta Úrvalslið AHA (1930-1936, og 1937)
  • Meðlimur í Íshokkíheiðurshöll Manitoba

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 „Íshokkílið Fálkanna og forsvarsmenn“. Morgunblaðið. 3. febrúar 2002. bls. B4. Sótt 2. febrúar 2020.
  2. „Memorable Manitobans: Haldor "Hallie" "Slim" Halderson (1899-1965)“ (enska). Manitoba Historical Society. Sótt 10. febrúar 2023.
  3. „Haldor Halderson“. Olympedia. Sótt 29. mars 2021.
  4. „Winnipeg Falcons, who became 1st Olympic hockey champs 100 years ago, to be celebrated at Gimli's Ice Fest“. CBC. Sótt 20. mars 2020.
  5. „Halldor "Slim" Halderson“. findagrave.com. Sótt 11. febrúar 2023.
  6. "Halderson Arrives Along With Freddie Both Looking Fine" Victoria Daily Times. Nov. 26, 1921 (pg. 12). Retrieved 2020-10-06.
  7. Ching, Tim (19. mars 1921). „Dominion Association Extends Residence Rule From Three Months To Aug. 1“. The Winnipeg Tribune. Winnipeg, Manitoba. bls. 25.
  8. „Saskatchewan Hockey Assn. Will Carry On“. The Leader-Post. Regina, Saskatchewan. 12. febrúar 1921. bls. 20.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]