Fara í innihald

Fornbókabúðin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fornbókabúðin voru íslenskir aðstæðukomedíuþættir, leikstýrðir af Jóhanni Sigurðarsyni, sýndir á Stöð 2 árið 1997 í 16 þáttum. Þættirnir fjölluðu um Rögnvald og Björn, félagar sem áttu búðina saman. Inn til þeirra rákust vinir og vandamenn og fleira fólk. Höfundar handrits voru Jóhann Sigurðarson (sem einnig var leikstjóri) og Guðmundur Ólafsson sem einnig leikur aðalhlutverkið ásamt Ingvari E. Sigurðssyni, Eddu Heiðrún Backman, Steini Ármanni Magnússyni og Ladda. Fleiri leikarar voru Hjálmar Hjálmarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Bergur Þór Ingólfsson, Hinrik Ólafsson, Sigurður Skúlason, Vigdís Gunnarsdóttir, Bessi Bjarnason, Elva Ósk Ólafsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Helga Braga Jónsdóttir, Magnús Ólafsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Magnús Ragnarsson. Fyrsti þátturinn fór í loftið þann 26. mars 1997. Þáttaröðin var framleidd af SagaFilm og var styrkt af Menningarsjóði útvarpsstöðva.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.