Fara í innihald

Flokkur (lotukerfið)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Flokkur í lotukerfinu)

Flokkur í lotukerfinu er lóðréttur hópur frumefna. Það eru 18 flokkar í lotukerfinu.

Það er engin tilviljun að sumir þessara flokka svara nákvæmlega til efnaflokkar: lotukerfið var upprunalega búið til til að raða upp þeim efnaflokkum, sem þekktir voru á þeim tíma, í skiljanlegt form.

Nútímalegri útskýring á mynstri lotukerfisins er sú að frumefni í hverjum flokki hafa svipaða uppsetningu á ysta rafeindahveli frumeinda sinna. Sökum því að efniseiginleikar stýrast mestmegnis af víxlverkun ystu rafeinda hverrar frumeindar, hefur það tilhneigingu til að gefa frumefnum í sama flokki svipaða efnislega- og efnafræðilega eiginleika.

Flokkatölur

[breyta | breyta frumkóða]

Til eru þrjár leiðir til að tölusetja flokka lotukerfisins, ein notar arabíska tölustafi en hin tvö nota rómverska tölustafi. Upprunalega voru flokkarnir númeraðir með rómverskum tölustöfum, en arabíska kerfið var síðan lagt fram af Alþjóðlegu sambandi efnafræðifélaga (IUPAC) til að koma í stað hinna tveggja gömlu rithátta, sem að þóttu ruglandi.

Það er töluverður ruglingur í gangi með gömlu kerfin (gamla IUPAC og CAS kerfið) sem að blandaði saman rómverskum tölustöfum og bókstöfum. Í gamla IUPAC kerfinu voru stafirnir A og B notaðir til að skipta lotukerfinu í vinstri (A) og hægri (B) helminga, á meðan CAS kerfið notaði sömu stafi til að merkja aðalhóp frumefna (A) og hliðarfrumefni (B). Fyrra kerfið var mest notað í Evrópu á meðan það síðara var mest notað í Ameríku. Nýja IUPAC kerfið var þróað til að taka við af þessum tveimur kerfum og forðast miskilning.

Flokkar lotukerfisins eru sem hér segir (gömlu töluframsetningarnar innan sviga: Evrópska og Ameríska):