Fara í innihald

Frumefni í flokki 11

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flokkur → 11
↓ Lota
4 29
 Cu 
5 47
 Ag
6 79
 Au 
7 111
 Rg 

Frumefni í flokki 11 í lotukerfinu eru fjórir hliðarmálmar, en þrjá þeirra er algengt að nota í myntir. Þessir málmar eru því stundum kallaðir myntmálmar. Þetta eru kopar, silfur, gull og röntgenín sem er óstöðugt geislavirkt tilbúið efni. Fyrir utan röntgenín koma allir þessir málmar fyrir hreinir í náttúrunni og hafa þekkst frá forsögulegum tíma. Þessir málmar eru tiltölulega stöðugir og ónæmir fyrir tæringu og leiða vel rafmagn.

  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.