Halógen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Flokkur
Lota
17
2 9
F
3 17
Cl
4 35
Br
5 53
I
6 85
At

Halógenar (eða söltungur, saltmyndarar, frá grísku hals sem þýðir „salt“ og „skapari“) eru hópur efna í flokk 17 í lotukerfinu sem samanstendur af: Flúori, klóri, brómi, joði og astati.

Þessi efni eru tvíatóma efnasambönd í sínu nátturulega ástandi. Þeir þurfa eina rafeind til viðbótar til að fylla ysta rafeindahvolf sitt og hafa þar af leiðandi ríka tilhneigingu til að mynda neikvæða jón með hleðslu -1. Sölt sem að innihalda þessar jónir eru kölluð halíð.

Halógenar eru mjög hvarfgjarnir og geta sem slíkir verið hættulegir, jafnvel lífshættulegir, lífverum í nógu stórum skömmtum. Bæði klór og joð eru notuð sem sótthreinsunarefni í vatn og sundlaugar, opin sár, eldhúsvörur og þess háttar. Efnin drepa gerla og aðrar skaðlegar örverur og eru þar af leiðandi notuð við dauðhreinsun. Hvarfgirni þeirra eru notuð í bleikingu. Klór er virka efnið í bleikiklór sem notaður er við þvott og er einnig notaður við framleiðslu á flestum pappírsvörum.

Halíðjónir bindast við eitt vetnisatóm til að mynda vetnishalíð sýrur sem er hópur sérlega sterka sýra. Allar þeirra eru rammar nema flúorsýra, HF.

Halógenar geta bundist við hvorn annan til að mynda samhalógen sambönd.

Mörg tilbúin lífræn efnasambönd, eins og plastfjölliður, og einnig sum náttúruleg efnasambönd, innihalda halógena; þau eru þekkt sem halógenuð efnasambönd. skjaldkirtilshormón innihalda joðatóm. Klórjónir gegna lykilhlutverki í heilastarfsemi með því að miðla málum í ferli hömlusendisins GASS (gamma-amínósmjörsýra). Á móti kemur að talið er að bróm og flúor sé ekki nauðsynlegir fyrir efnaskipti manna en flúor er samt notað til þess að styrkja glerung tanna manna.