Vísindaleg flokkun
Vísindaleg flokkun er flokkun sem líffræðingar beita til að flokka lifandi og útdauðar lífverur. Nútíma flokkun á rætur sínar að rekja til verka Carl von Linné sem flokkaði lífverur samkvæmt sameiginlegum útlitseinkennum. Carl von Linné var grasafræðingur og byggði flokkun sína á plöntum einkum á fjölda fræfla. Hann kom einnig fram með tvínafnakerfið. Flokkunarkerfið byggir á stigskiptri flokkun þannig að skyldar tegundir mynda saman ættkvíslir, skyldar ættkvíslir mynda ættir o.s.frv. Þessi flokkun hefur verið endurbætt síðan Charles Darwin kom fram með þróunarkenningu sína.
Dæmi
[breyta | breyta frumkóða]Meðfylgjandi er dæmi um venjulega flokkun á fimm tegundum en þær eru: Ávaxtafluga (Drosophila melanogaster) sem er svo algeng í erfðafræðirannsóknastofum, maður (Homo sapiens), gráerta (Pisum sativum) sem Gregor Mendel notaði við uppgötvanir sínar í erfðafræði, berserkjasveppur (Amanita muscaria) og E. coli bakterían (Escherichia coli). Hinir átta flokkar eru feitletraðir. Einnig koma fram undirflokkar.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Nafngiftir jurta og dýra Lesbók Morgunblaðsins, 8. tölublað (05.03.1961), Blaðsíða 130
- Flokkun berserkjasvepps. Index Fungorum - vefur um flokkun sveppa.