Ávaxtafluga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Ávaxtafluga
Karldýr Drosophila melanogaster
Karldýr Drosophila melanogaster
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Tvívængjur (Diptera)
Ætt: Geirflugnaætt (Drosophilidae)
Undirætt: Drosophilinae
Ættkvísl: Drosophila
Undirættkvísl: Sophophora
Species group: melanogaster-hópur
Tegundir: melanogaster-undirhópur
Species complex: melanogaster complex
Tegund: D. melanogaster
Tvínefni
Drosophila melanogaster
Meigen, 1830[1]

Ávaxtafluga (fræðiheiti: Drosophila melanogaster) er skordýr af geirflugnaætt.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Karlfluga vinstramegin og kvenfluga hægramegin

Ávaxtaflugur eru með rauð augu og gulbrúnar á lit með svarta hringi. Kvendýrin eru um 2.5 mm löng og karldýrin eru örlítið minni og bak þeirra er dekkra. Auðvelt er að kyngreina ávaxtaflugur á litamun.

Lífshlaup[breyta | breyta frumkóða]

Villt ávaxtafluga (vinstri) hefur skynjara á meðan fluga með skynjara stökkbreytingu hefur aukafót í staðinn fyrir skynjara.

Þroski ávaxtaflugu ræðst af hitastigi. Þroski (egg til fullvaxta flugu) tekur skemmstan tíma eða 7 daga við 28 °C. Þroski tekur lengri tíma við hærra hitastig (30 °C, 11 daga) vegna streitu við svo háan hita. Bestu skilyrðin eru við 25 °C og 8.5 daga, við 18 °C tekur þroskinn 19 daga. Þroskatíminn lengist ef mergð flugna er mikil. Kvendýr verpa 400 eggjum, um fimm í einu inn í rotnandi ávöxt eða aðra hentuga staði t.d. rotnandi sveppi. Eggin sem eru um 0.5 mm löng klekjast út eftir , 12-15 klukkustundir (við 25 °C). Lirfran vex í 4 daga (við 25 °C) og nærist á meðan á örverum sem valda rotnun ávaxtarins sem og af sykri hans.Lirfan breytist svo í púpu og eftir fjóra daga (við 25 °C) koma fullorðnar flugur úr púpum.

Kvendýrin verða frjó um 8 - 12 klukkustundum eftir að þær skríða úr púpu.

Rannsóknir[breyta | breyta frumkóða]

Ávaxtaflugan er sú lífvera sem mest hefur verið rannsökuð. Ástæður eru þessar:

  • Flugan er lítil og auðveld í ræktun á tilraunastofum
  • Flugan fjölgar sér hratt (eftir 2 vikur) og eignast fjölda afkvæma (kvendýr verpa >800 eggjum á einum degi)
  • Fullþroskuð lirfa sýnir risavaxna litninga í munnvatnskirtlum

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Einkennismerki Wikilífvera
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  1. Meigen JW (1830), Systematische Beschreibung der bekannten europäischen zweiflügeligen Insekten. (Volume 6). (German) Schulz-Wundermann.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.