Fara í innihald

Próteógerill

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Proteobacteria)
Próteógerlar
Escherichia coli
Vísindaleg flokkun
Veldi: Bacteria
Fylking: Proteobacteria
Stackebrandt et al., 1986
Flokkar og ættbálkar

Alfapróteógerlar
   Caulobacterales - t.d. Caulobacter
   Kordiimonadales
   Parvularculales
   Rhizobiales - t.d. Rhizobium
   Rhodobacterales
   Rhodospirillales - t.d. Acetobacter
   Rickettsiales - t.d. Rickettsia
   Sphingomonadales t.d. Sphingomonas

Betapróteógerlar
   Burkholderiales - t.d. Bordetella
   Hydrogenophilales
   Methylophilales
   Neisseriales - t.d. Neisseria
   Nitrosomonadales
   Rhodocyclales
   Procabacteriales

Gammapróteógerlar
   Acidithiobacillales
   Aeromonadales - t.d. Aeromonas
   Alteromonadales - t.d. Pseudoalteromonas
   Cardiobacteriales
   Chromatiales - purpuralitar brennisteinsbakteríur
   Enterobacteriales - t.d. Escherichia
   Legionellales - t.d. Legionella
   Methylococcales
   Oceanospirillales
   Pasteurellales - t.d. Haemophilus
   Pseudomonadales - t.d. Pseudomonas
   Thiotrichales - t.d. Thiomargarita
   Vibrionales - t.d. Vibrio
   Xanthomonadales - t.d. Xanthomonas

Deltapróteógerlar
   Bdellovibrionales - t.d. Bdellovibrio
   Desulfobacterales
   Desulfovibrionales
   Desulfurellales
   Desulfarcales
   Desulfuromonadales - t.d. Geobacter
   Myxococcales - Myxógerlar
   Syntrophobacterales

Epsílonpróteógerlar
   Campylobacterales - t.d. Helicobacter
   Nautiliales

Próteógerlar (Proteobacteria) er fylking baktería (gerla). Til próteógerla teljast margir sýklar, til dæmis Escherichia coli og Vibrio cholerae, en einnig fjölskrúðugir hópar umhverfisbaktería, svo sem ljóstillífandi purpuragerlar og hinir flóknu, sambýlismyndandi myxógerlar. Fylkingin er nefnd eftir gríska guðinum Próteusi sem brugðið gat sér í allra kvikinda líki.

Allir próteógerlar eru Gram-neikvæðir og hafa því ytri frumuhimnu sem að mestu er gerð úr lípófjölsykrueiningum. Svipuháður kvikleiki er algengur meðal próteógerla og eru svipurnar ýmist endastæðar eða kringstæðar. Sumir meðlimir fylkingarinnar eru einnig færir um skriðhreyfingar eftir föstum yfirborðum, en sá kvikleiki er svipuóháður. Fjölbreytileiki í efnaskiptum er verulegur innan fylkingarinnar, en flestar tegundir þrífast þó vel án þess að súrefni sé til staðar og teljast ýmist nauðháð eða valháð loftfælnar. Nokkurn fjölda ljóstillífandi baktería er að finna meðal próteógerla og eru þær gjarnan nefndar purpuragerlar vegna rauðleitra og fjólublárra litarefna í frumuhimnu þeirra. Fylkingunni er skipt í fimm flokka: alfa-, beta-, gamma-, delta- og epsílonpróteógerla.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.