Fara í innihald

Flikrudepla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flikrudepla

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Bjalla (Coleoptera)
Ætt: Maríubjalla (Coccinellidae)
Ættkvísl: Coccinella
Tegund:
C. undecimpunctata

Tvínefni
Coccinella undecimpunctata
(Linnaeus, 1758)[1]

Flikrudepla (fræðiheiti: Coccinella undecimpunctata), einnig nefnd ellefudeppla, en oftast kölluð maríuhæna á Íslandi, er bjalla af ætt maríubjalla.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Hún finnst um alla Evrópu, Austurlöndum nær og í Norður-Afríku einnig hefur hún verið flutt inn til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Á Íslandi finnst hún um land allt þar sem hún kemst í blaðlýs. Hún er saltþolin og getur nærst á blaðlúsum sem sníkja á Atriplex tatarica og öðrum plöntum í söltu umhverfi[2]

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Flikrudepla er svört á lit með hvít framhorn og tvo hvíta depla á höfði. Skjaldvængirnir eru rauðir með svörtum deplum. Venjuleg flikrudepla í Evrópu hefur ellefu depla, fimm á hvorum væng og einn fremst fyrir miðju á skilum vængjanna. Það afbrigði berst stundum til Íslands með varningi. Íslenska afbrigði flikrudeplur er með mun stærri depla og hafa þeir fjórir öftustu runnið saman í tvo stóra depla og finnst þetta afbrigði einnig í Norður-Noregi og er því talið líklegt að hún hafi komið til landsins með Norskum landnemum. Þekkt er að skordýrategundir sem flytja sig norður á bóginn séu dekkri en sömu tegunda sunnar og er það talið stafa að því að með dekkra yfirborði nái þau að fanga betur hita sólarljóssins.

Lirfa flikrudeplunar er ljós í grunninn. Með skýrt afmarkað höfuð og eru þrír stórir frambolsliðir með löngum fótum og saman mynda þeir um helmingur af lengd hennar. Hún er síðan með níu afturbolsliði sem eru þó styttri og mjókka aftur. Þvert yfir hvern lið búksins hefur lirfan dökka hnúða með mörgum bursthárum.

Almennt[breyta | breyta frumkóða]

Flikrudepla lifir á blaðlúsum af öllum tegundum, bæði fullorðnar bjöllur og lirfur, og lifir hún því alsstaðar þar sem blaðlýs er að finna. Talið er að fullorðnar bjöllur leggist í vetrardvala en mest er hún á ferli frá miðjum maí fram í miðjan september. Lirfur finnast helst í júlí og ágúst.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Coccinella undecimpunctata Linnaeus, 1758“. Integrated Taxonomic Information System. Sótt 22. október 2012.
  2. Dyadechko, N.P., ..The Coccinellidae of the Ukrainian Soviet Socialist Republic (Academy of Sciences of the Ukrainian SSR, Kiev, 1954) [in Russian].

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.