Fimmti Bítillinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bítlarnir árið 1963 (frá vinstri: Ringo Starr, George Harrison, John Lennon og Paul McCartney)

Fimmti Bítillinn er óformlegur titill sem hefur verið notaður yfir fólk sem hefur á einum tímapunkti verið meðlimur Bítlanna eða átt sterk tengsl við John Lennon, Paul McCartney, George Harrison, og Ringo Starr. Hugtakið „fimmti Bítilinn“ birtist fyrst í blöðum fljótt eftir að hljómsveitin hlaut heimsfrægð á árunum 1963–64. Meðlimir sveitarinnar hafa komið með sínar skoðanir á því hverjum mætti lýsa með titlinum:

  • McCartney sagði í tvö skipti að „ef einhver væri fimmti Bítillinn“, þá væru það umboðsmaðurinn Brian Epstein (í viðtali við BBC árið 1997)[1] og framleiðandinn George Martin (í minningargrein árið 2016).[2]
  • Þegar Bítlarnir voru vígðir inn í Frægðarhöll rokksins árið 1988 sagði Harrison að það væru einungis tveir sem væru „fimmti Bítillinn“: umboðsmennirnir Derek Taylor og Neil Aspinall.[3]

Uppruni titilsins má rekja til ársins 1964 þegar bandaríski plötusnúðurinn Murray the K lýsti sjálfum sér sem „fimmta Bítilinn“ vegna mikillar umfjöllunar hans um þá í útvarpsþættinum sínum. Aðrir sem hafa verið nefndir „fimmti Bítillinn“ eru upprunalegi trommuleikarinn þeirra Pete Best, bassaleikarinn Stuart Sutcliffe, og hljómborðsleikarinn Billy Preston.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. brianepstein.com: McCartney's comments about the fifth Beatle. Retrieved 12 March 2007
  2. „Paul McCartney“. web.facebook.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. febrúar 2022. Sótt 23. maí 2017.
  3. Du Noyer, Paul (2012). Liverpool – Wondrous Place: From the Cavern to the Capital of Culture. Virgin Digital. bls. 43. ISBN 978-0753512692.
  4. Bates, Claire (9. mars 2019). „Who most earned the title 'fifth Beatle'?“. Sótt 29. janúar 2020.
  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.