Fara í innihald

Stuart Sutcliffe

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stuart Sutcliffe
Fæddur
Stuart Fergusson Victor Sutcliffe

23. júní 1940(1940-06-23)
Dáinn10. apríl 1962 (21 árs)
Störf
  • Myndlistarmaður
  • tónlistarmaður
Ár virkur1957–1961
MakiAstrid Kirchherr
Tónlistarferill
UppruniLiverpool, England
StefnurRokk og ról
Hljóðfæri
  • Bassi
  • rödd
Áður meðlimur í

Stuart Fergusson Victor Sutcliffe (23. júní 1940 – 10. apríl 1962) var skoskur myndlistarmaður og tónlistarmaður sem var best þekktur fyrir að vera upprunalegi bassaleikari Bítlanna. Sutcliffe hætti í hljómsveitinni til að hefja ferilinn sinn sem myndlistarmaður. Sutcliffe og John Lennon eiga heiðurinn fyrir að hafa fundið upp nafnið fyrir Bítlana, þá „Beetles“, þar sem þeir fengu innblásturinn frá hljómsveit Buddy Holly, the Crickets. Lennon kom síðan upp með „The Beatles“ út frá orðinu beat (upphaflega skrifað „Beatals“[1]). Sutcliffe er meðal þeirra sem hafa verið kallaðir „fimmti Bítillinn“.

Meðan hann spilaði með Bítlunum í Hamborg, kynntist hann ljósmyndaranum Astrid Kirchherr sem hann myndi síðar trúlofast. Hann yfirgaf hljómsveitina til að stunda nám í Listaháskólanum í Hamborg. Meðan hann var í Vestur-Þýskalandi byrjaði hann að finna fyrir miklum höfuðverkjum og ljósfælni. Í febrúar 1962 hneig hann niður í miðjum tíma. Það gerðist síðan aftur 10. apríl 1962 og var hann fluttur á spítala, þar sem hann lést á leiðinni í sjúkrabílnum. Dánarorsök voru heilablæðing.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Spitz 2005, bls. 175.
  Þetta æviágrip sem tengist tónlist er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.