Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi
Útlit
Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi er eitt af níu prófastsdæmum hinnar íslensku þjóðkirkju. Prófastur er sr. Jón Ármann Gíslason. Prófastsdæmið varð til í lok ársins 2010 þegar Eyjafjarðarprófastsdæmi og Þingeyjarprófastsdæmi voru sameinuð. Í hinu nýja prófastsdæmi eru prestaköllin 12 talsins:
- Ólafsfjarðarprestakall- í Ólafsfjarðarprestakalli er Ólafsfjarðarkirkja
- Dalvíkurprestakall- í Dalvíkurprestakalli er Dalvíkurkirkja, Tjarnarkirkja, Urðakirkja, Vallakirkja og Miðgarðakirkja
- Hríseyjarprestakall - í Hríseyjarprestakalli er Hríseyjarkirkja og Stærri-Árskógskirkja
- Möðruvallaprestakall - í Möðruvallaprestakalli er Möðruvallakirkja, Glæsibæjarkirkja, Bakkakirkja og Bægisárkirkja
- Akureyrarprestakall- í Akureyrarprestakalli er ein kirkja Akureyrarkirkja sem tilheyrir sókninni sjálfri, en auk þess er Minjasafnskirkjan í prestakallinu
- Glerárprestakall - í Glerárprestakalli eru tvær kirkjur Glerárkirkja og Lögmannshlíðarkirkja
- Laugalandsprestakall
- Laufásprestakall
- Skútustaðaprestakall
- Grenjaðarstaðarprestakall
- Húsavíkurprestakall
- Skinnastaðarprestakall
Auk þess tilheyrir Langanesprestakall að hluta til prófastsdæminu.
Skrifstofa prófastsdæmisins er á Sigurhæðum við Akureyrarkirkju. Þar starfar m.a. héraðsprestur sem sinnir ýmsum verkefnum í prófastsdæminu og leysir aðra presta af.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Upplýsingar um Eyjafjarðarprófastsdæmi Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine á kirkjan.is
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Vefsíða Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis Geymt 13 janúar 2012 í Wayback Machine