Eyjólfur Kjalar Emilsson
Íslensk heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar | |
---|---|
Nafn: | Eyjólfur Kjalar Emilsson |
Fædd/ur: | 1953 |
Helstu ritverk: | Plotinus on Sense Perception, Plotinus on Intellect |
Helstu viðfangsefni: | heimspeki Platons, nýplatonismi, Forverar Sókratesar |
Áhrifavaldar: | Brynjólfur Bjarnason, Þorsteinn Gylfason, Michael Frede, David Furley, John M. Cooper |
Hafði áhrif á: | Svavar Hrafn Svavarsson |
Eyjólfur Kjalar Emilsson (fæddur 1953) er íslenskur heimspekingur og prófessor í heimspeki við háskólann í Osló í Noregi og Háskólann á Bifröst.
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Að loknu stúdensprófi hóf Eyjólfur nám við Háskóla Íslands þar sem hann nam heimspeki, frönsku og grísku. Eyjólfur brautskráðist árið 1977. Lokaritgerð hans til B.A.-prófs fjallaði um samræðuna Gorgías eftir Platon. Þá hélt Eyjólfur til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Eyjólfur nam fornaldarheimspeki við Princeton University og lauk þaðan doktorsprófi árið 1984. Doktorsritgerð Eyjólfs fjallaði um kenningar Plótínosar um skynjun.
Störf
[breyta | breyta frumkóða]Árið 1984 sneri Eyjólfur heim til Íslands og kenndi heimspeki við Háskóla Íslands. Hann varð lektor og loks dósent en árið 1993 flutti hann til Noregs sem gistikennari. Árið 1995 tók hann við prófessorsstöðu í fornaldarheimspeki við háskólann í Osló.
Eyjólfur Kjalar fæst einkum við platonisma, nýplatonisma og platonska hefð en hefur einnig fengist við forvera Sókratesar og skrifað um Descartes svo eitthvað sé nefnt.
Þýðingar
[breyta | breyta frumkóða]Eyjólfur hefur verið mikilvirkur þýðandi og hefur þýtt yfir á íslensku m.a. Gorgías, Ríkið og Samdrykkjuna eftir Platon, Um fegurðina eftir Plótínos og brot eftir forvera Sókratesar. Hann hefur einnig þýtt Fræðarann eftir Platon yfir á norsku.
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- Litrík forneskja (Reykjavík: Háskólaútgáfan, væntanleg).
- Plotinus on Intellect (Oxford: Oxford University Press, 2007). ISBN 0-19-928170-X
- Plotinus on Sense Perception: A Philosophical Study (Cambridge: Cambridge University Press, 1988). ISBN 0-521-32988-4
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Vefsíða Eyjólfs Kjalars Emilssonar“. Sótt 22. desember 2005. (ekki lengur aðgengileg)
- „Háskólinn á Bifröst - Kennarar við félagsvísindadeild“. Sótt 18. apríl 2010.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða Eyjólfs Kjalars Emilssonar Geymt 8 september 2007 í Wayback Machine