Fara í innihald

Tappi tíkarrass

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tappi tíkarrass
Uppruni Ísland, Reykjavík
Ár19811983
StefnurPopp, Pönk
MeðlimirBjörk Guðmundsdóttir
Jakob Smári Magnússon
Eyjólfur Jóhannsson
Guðmundur Þór Gunnarsson
Fyrri meðlimirEyþór Arnalds
Oddur F. Sigurbjörnsson

Tappi tíkarrass var íslensk pönk/popphljómsveit sem var stofnuð árið 1981. Stofnmeðlimir hennar voru Eyþór Arnalds (söngur), Jakob Smári Magnússon (bassi), Eyjólfur Jóhannsson (gítar), og Oddur F. Sigurbjörnsson (trommur) og síðar Björk Guðmundsdóttir (söngur) og Guðmundur Þór Gunnarsson  (trommur),. Nafnið kom að sögn til þannig að faðir Jakobs sagði um tónlist hljómsveitarinnar: „Þetta smellur eins og tappi í tíkarrass hjá ykkur.“[1]

Tappi tíkarrass var ein hljómsveitanna sem fram komu í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Sveitin gaf út eina stuttskífu og eina breiðskífu en hætti nokkru eftir að breiðskífan Miranda kom út í desember 1983.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hvað varð um rokkarana í Reykjavík?“ Eintak, 14. tbl. 1994.

Heimildaskrá[breyta | breyta frumkóða]

  • Rokksaga Íslands, by Gestur Guðmundsson. Forlagið (1990).
  • Björk, Colección Imágenes de Rock, N°82, by Jordi Bianciotto. Editorial La Máscara (1997).
  • Alternative Rock: Third Ear - The Essential Listening Companion, by Dave Thimpson. Backbeat Books (2000).
  • Lobster or Fame, by Ólafur Jóhann Engilbertsson. Bad Taste (2000).

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.