El Clásico
Leikir Real Madríd og Barcelona í knattspyrnu karla er kallaður El clásico (ísl. Sá sígildi). Engu máli skiptir hvort leikurinn er í spænsku deildarkeppninni, bikarkeppninni eða Evrópukeppnum, alltaf þegar liðin mætast er leikurinn kallaður El Clásico. Mikill rígur er á milli liðanna og er leikurinn því sá umtalaðasti á Spáni og vekur athygli um allan heim.
Bæði lið eru með ríkari liðum heims og því spila margir frægustu knattspyrnumenn hvers tíma leikinn. Á meðal þeirra sem hafa spilað El Clásico eru leikmenn eins og Cristiano Ronaldo, Lionel Messi, Ronaldo Nazario, Ronaldinho, Carles Puyol, Puskas, Alfredo Di Stéfano, Johan Cruyff og Figo.[1]
Uppruni
[breyta | breyta frumkóða]Fyrsti leikur Barcelona og Real Madrid var spilaður þann 13. maí 1902. Ekki er vitað hvar hann var spilaður né hvernig hann fór en næstu áratugi er varla hægt að tala um að rígur hafi verið á milli liðanna. Vendipunkturinn var spænska borgarastríðið á árunum 1936-1939 og einræðisstjórn Francisco Franco, þar sem hann og íhaldsmennirnir sem unnu styrjöldina voru mjög mótfallnir katalónskri þjóðernishyggju og tungumáli. Á valdatíð Francos var lögð mikill áhersla á að Spánverjar væru sameinuð einsleit þjóð og hugmyndum þjóða eins og Baska og Katalóna um sjálfstjórn var haldið niðri með harðri hendi.[2]
Margir þjóðernissinnaðir Katalónar hófu að styðja knattspyrnuliðið Barcelona til að tjá hollustu við Katalóníu. Real Madríd sem var uppáhalds lið Francisco Franco varð að tákni fyrir miðstjórnina í Madríd. Rígurinn á milli liðanna er því líka af sögulegum og þjóðernislegum ástæðum.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Olympics.com (Október 2024). „Iconic moments in El Clasico history - A classic playlist ft. Ronaldo and Messi“. Sótt Nóvember 2024.
- ↑ „Francisco Franco | Biography, Nickname, Beliefs, & Facts | Britannica“. www.britannica.com (enska). 16. nóvember 2024. Sótt 19. nóvember 2024.