Fara í innihald

Freðmýri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Freðmýri í Rússlandi

Freðmýri eða túndra er heiti á nyrsta gróðurbelti jarðar, þar sem sífreri er við -1 °C. Þar er hiti of lágur og vaxtartími of stuttur til að tré geti dafnað. Orðið „túndra“ kemur úr samískri mállýsku og þýðir „trjálaus slétta“, en þó vaxa sums staðar tré í túndru. Mörkin á milli gróðurbelta freðmýrar og skóglendis eru kölluð skógarmörk (trjálína). Á túndru vaxa lágvaxnar jurtir eins og lágvaxnar víðitegundir, fjalldrapi, grös, starir, mosi og fléttur.

Sífreri freðmýranna getur mótað landslagið og lyft því upp og skapað freðmýrafyrirbæri eins og rústir og melatígla.

Heimildir.[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.