Um himininn
Útlit
(Endurbeint frá De caelo)
Um himininn (á latínu De Caelo) er meginrit forngríska heimspekingsins og vísindamannsins Aristótelesar um heimsfræði og stjörnufræði.
Ólíkt heiminum undir neðsta himinhvolfinu, sem Aristóteles taldi að væri út frumefnunum fjórum (jarðefni, vatni, lofti og eldi), eru ytri himinhvolfin samkvæmt kenningu Aristótelesar úr fimmta frumefninu, eter eða því sem nefnt hefur verið ljósvaki á íslensku.