Fara í innihald

María Fjodorovna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Dagmar Kristjánsdóttir)

María Feodorovna (fædd Marie Sophie Frederikke Dagmar Danmerkurprinsessa; f. 26. nóvember 1847, d. 13. október 1928) (nefnd Dagmar Kristjánsdóttir á íslensku eða Dagmar keisaraekkja) var keisaraynja Rússlands og miðdóttir Kristjáns 9. Danakonungs og Lovísu af Hessen-Kassel.

María Feodorovna keisaraynja Rússlands.

Brúðkaup og fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Upprunalega átti Dagmar að giftast elsta syni Alexanders II, Nikulási Aleksandrovítsj stórhertoga, en hann dó úr berklum. Þá var brugðið á það ráð að trúlofa Dagmar með bróður Nikulásar, Alexander. Dagmar og Alexander giftust 9. nóvember 1866. Þau eignuðust sex börn:

Alexander II dó árið 1894 og tók Nikulás, sonur þeirra hjóna, við krúnunni. Dagmar eða Maria eins og hún var þekkt í Rússlandi varð þá keisaraekkja.

Árið 1918 varð rússneska byltingin og voru tveir af sonum Mariu myrtir. Georg V Bretlandskonungur sendi skip eftir móðursystur sinni og öðrum rússneskum ættingjum. Maria var í útlegð fyrst í Bretlandi en settist síðan að í Danmörku þar sem hún dó árið 1928. Hún var jarðsett í dómkirkjunni í Hróarskeldu, en í nóvember 2006 var hún grafin upp, flutt til Rússlands og grafin við hlið eiginmanns síns.