Fara í innihald

Chuck (sjónvarpsþáttur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Chuck
TegundHasar
Grín
HandritJosh Schwartz
Chris Fedak
LeikararZachary Levi
Yvonne Strahovski
Joshua Gomez
Ryan McPartlin
Mark Christopher Lawrence
Julia Ling
Vik Sahay
Scott Krinsky
Bonita Friedericy
Sarah Lancaster
Adam Baldwin
UpphafsstefCake: „Short Skirt/Long Jacket“ (instrumental)
TónskáldTim Jones
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða5
Fjöldi þátta91
Framleiðsla
Lengd þáttar42 mín.
FramleiðslaJosh Schwartz
McG
Chris Fedak
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðNBC
Stöð 2
Myndframsetning1080i (HDTV)
Sýnt24. september 2007 – 27. janúar 2012
Tenglar
IMDb tengill

Chuck er bandarískur hasar-gamanþáttur búinn til af Josh Schwartz og Chris Fedak. Þættirnir snúast um Chuck Bartowski sem var ósköp venjulegur nörd sem lifði afar óspennandi lífi þar til hann opnaði tölvupóst frá gömlum skólafélaga, sem nú vinnur hjá CIA, og mötuðu skilaboðin hann á öllum hættulegustu leyndarmálum CIA. Hann varð þannig mikilvægasta leynivopn sem til er og örlög heimsins hvíla á herðum hans.

Eftir tveggja mánaða „Björgum Chuck“-herferð á vegum aðdáenda fékk Chuck grænt ljós á þriðju þáttaröðina sem inniheldur 19 þætti. Stór samningur á milli NBC og Subway-veitingastaðarins var einnig kynntur til þess að mæta kostnaði við gerð þáttaraðarinnar.

Fjórða þáttaröðin var samþykkt í maí 2010 og pantaði NBC 13 þætti en bætti svo 11 þáttum til viðbótar og innihélt fjórða þáttaröðin 24 þætti. Í maí 2011 pantaði NBC fimmtu þáttaröðina sem er í senn lokaþáttaröðin af Chuck og samanstendur af 13 þáttum.

Söguþráður

[breyta | breyta frumkóða]

Chuck Bartowski (Zachary Levi) er á þrítugsaldri, býr í Burbank í Kaliforníu og vinnur sem tölvusérfræðingur í Nerd Herd-þjónustunni í Buy More-verslun, stórri raftækjaverslun, með besta vini sínum, Morgan Grimes (Joshua Gomez). Chuck er gáfaður er skortir metnað. Systir hans, Ellie (Sarah Lancaster) og kærastinn hennar, Devon „Captain Awesome“ Woodcomb (Ryan McPartlin) eru læknar sem eru stöðugt að hvetja Chuck til að koma sér á rétta braut, bæði í einkalífinu og í vinnunni. Sama kvöld og afmælisveisla Chucks er, fær hann tölvupóst frá fyrrum herbergisfélaga sínum í Stanford, Bryce Larkin, sem nú er CIA-fulltrúi. Þegar Chuck opnar skeytið hlaðast öll leyndarmál bandarísku ríkisstjórnarinnar inn í heilann á honum. Bæði NSA og CIA vilja fá leyndarmálin til baka og senda þau bestu fulltrúana sína á vettvang — John Casey (Adam Baldwin) frá NSA og Söruh Walker (Yvonne Strahovski) frá CIA til að ná leyndarmálunum.

Eftir að Bryce Larkin stal leyndarmálunum og eintak ríkisstjórnarinnar eyðilagðist þegar Bryce reyndi að flýja, og þegar Chuck sér upplýsingarnar fyrir sér þegar hann sér eitthvað sem er í gagnagrunninum (svo sem andlit, raddir, upplýsingar, kóðar o.fl.), verður hann nýja leynivopn ríkissjtórnarinnar og neyðist til þess að hjálpa þeim með nýju þekkingunni sinni að berjast við hryðjuverkamenn og fleiri glæpamenn. Til þess að gæta fyllsta öryggis verður Chuck að halda þessu öllu saman leyndu fyrir fjölskyldu sinni og vinum, sem neyðir Casey og Walker til þess að finna sér venjulegan stað í lífi Chucks; Sarah þykist vera kærasta Chucks og fær vinnu á veitingastað nálægt Buy More (í fyrstu þáttaröðinni er það Wienerlicious en nú Orange Orange), á meðan Casey fær starf í Buy More sem sölumaður.

Listi yfir þætti

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta þáttaröð (2007-2008)

[breyta | breyta frumkóða]

Í fyrstu þáttaröðinni þarf Chuck fljótt að aðlagast hinum banvæna njósnaheimi undir verndarvængjum Söruh Walker og Johns Casey majór. Chuck reynir líka að komast að því hvers vegna Bryce sendi honum gagnagrunninn.

Önnur þáttaröð (2008-2009)

[breyta | breyta frumkóða]

Chuck situr fastur með Intersect-tölvuna í heilanum í sér og reynir að finna Orion, manninn sem bjó til Intersect-tölvuna. Fulcrum, óvinanjósnahópur er líka að leita að honum. Ellie og Devon undirbúa brúðkaupið sitt og vill Chuck finna föður þeirra Stephen J. Bartowski.

Þriðja þáttaröð (2010)

[breyta | breyta frumkóða]

Í þriðju þáttaröðinni reynir Chuck að stjórna nýju Intersect-tölvunni - Intersect 2.0 sem gerir honum kleift að öðlast ýmsa hæfileika. Sarah og Casey eiga að þjálfa Chuck að verða njósnari og Morgan kemst að leyndarmáli Chucks. Njósnahópurinn The Ring er nýr óvinur Bartowski-teymisins.

Fjórða þáttaröð (2010-2011)

[breyta | breyta frumkóða]

Í fjórðu þáttaröð reynir Chuck að finna móður sína, Mary Bartowski, sem hvarf þegar hann var tíu ára. Ellie og Devon eiga von á barni og Chuck ákveður að biðja Söruh að giftast sér. Rússneski vopnasalinn Alexei Volkoff er aðalóvinur Bartowski-teymisins.

Fimmta þáttaröð (2011-2012)

[breyta | breyta frumkóða]

Chuck og Sarah Bartowski hafa stofnað Carmichael Industries, sjálfstætt starfandi njósnafyrirtæki. Morgan er nú með Intersect 2.0 og þarf Chuck að leiðbeina honum. Casey hittir gamla ástkonu sína Gertrude Verbanski sem rekur Verbanski Corp, aðalkeppinaut Carmichael Industries. Margir óvinir úr fortíðinni koma aftur en fyrrum CIA-fulltrúinn Nicholas Quinn er aðalskúrkurinn og ætlar sér að ná nýrri útgáfu af Intersect - Intersect 3.0.

Persónur & leikendur

[breyta | breyta frumkóða]

Aðalleikarar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Zachary Levi sem Charles Irving "Chuck" Bartowski/Charles Carmichael
  • Yvonne Strahovski sem Sarah Walker (seinna Sarah Bartowski)
  • Joshua Gomez sem Morgan Guillermo Grimes
  • Sarah Lancaster sem Dr. Eleanor Fay "Ellie" Bartowski-Woodcomb
  • Adam Baldwin sem John Casey ofursti
  • Ryan McPartlin sem Dr. Devon Christian "Captain Awesome" Woodcomb (Gestahlutverk í 1. þáttaröð, aðalhlutverk í 2., 3., 4. og 5. þáttaröð)
  • Mark Christopher Lawrence sem Michael "Big Mike" Tucker (Gestahlutverk í 1. þáttaröð, aðalhlutverk í 2., 3., 4. og 5. þáttaröð)
  • Vik Sahay sem Lester Patel (Gestahlutverk í 1. þáttaröð, aðalhlutverk í 2., 3., 4. og 5. þáttaröð)
  • Scott Krinsky sem Jeffrey "Jeff" Barnes( Gestahlutverk í 1. þáttaröð, aðalhlutverk í 2., 3., 4. og 5. þáttaröð)
  • Julia Ling sem Anna Melinda Wu (Gestahlutverk í 1. og 3. þáttaröð, aðalhlutverk í 2. þáttaröð)
  • Bonita Friedericy sem Diane Beckman hershöfðingi (Gestahlutverk í 1., 2., 3. og 5. þáttaröð, aðalhlutverk í 4. þáttaröð)

Gestaleikarar

[breyta | breyta frumkóða]
  • C.S. Lee sem Harold Tiberius "Harry" Tang (1. þáttaröð)
  • Tony Todd sem Langston Graham (1., 2. og 5. þáttaröð)
  • Matthew Bomer sem Bryce Larkin (1. og 2. þáttaröð)
  • Mini Andén sem Carina Miller (1. 3. og 4. þáttaröð)
  • Tony Hale sem Emmett Milbarge (2. og 3. þáttaröð)
  • Jordana Brewster sem Dr. Jill Roberts/Sandstorm (2. þáttaröð)
  • Scott Bakula sem Stephen J. Bartowski/Orion (2. og 3. þáttaröð)
  • Chevy Chase sem Ted Roark (2. þáttaröð)
  • Brandon Routh sem Daniel Shaw (3. og 5. þáttaröð)
  • Kristin Kreuk sem Hannah (3. þáttaröð)
  • Mekenna Melvin sem Alex McHugh (3., 4. og 5. þáttaröð)
  • Mark Sheppard sem Ring-forstjórinn (3. þáttaröð)
  • Scott Holroyd sem Justin Sullivan (3. þáttaröð)
  • Linda Hamilton sem Mary Elizabeth Bartowski/Frost (4. og 5. þáttaröð)
  • Timothy Dalton sem Alexei Volkoff/Hartley Winterbottom (4. þáttaröð)
  • Lauren Cohan sem Vivian Volkoff (4. þáttaröð)
  • Ray Wise sem Riley (4. þáttaröð)
  • Robin Givens sem Jane Bently (4. þáttaröð)
  • Richard Burgi sem Clyde Decker (4. og 5. þáttaröð)
  • Carrie-Anne Moss sem Gertrude Verbanski (5. þáttaröð)
  • Angus Macfadyen sem Nicholas Quinn (5. þáttaröð)

Framleiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Josh Schwartz og Chris Fedak skrifuðu handritið af fyrsta þættinum sem var gefið grænt ljós á í janúar 2007. Schwartz og Fedak gengu báðir í háskólann í Suður-Kaliforniu og fékk Fedak Schwartz í lið með sér. Joseph Mcginty Nichol, sem var með-framleiðandi Schwartz í The O.C., leikstýrði fyrsta klukkutímanum af þáttaröðinni og varð síðan einn af aðalframleiðundunum í gegnum fyrirtæki sitt, Wonderland Sound and Vision. Fedak, Peter JOhnson, Scott Rosenbaum, Matthew Miller og Allison Adler voru með-framleiðendur. NBC sýndi fyrsta þáttinn fyrr en ætlað var og pantaði seinna 12 þætti til viðbótar. 26. nóvember 2007 var tilkynnt að þættirnir yrðu að annarri þáttaröð, með 22 þáttum.

Ráðningar

[breyta | breyta frumkóða]

Zachary Levi og Adam Baldwin voru fyrstir til þess að vera ráðnir í febrúar 2007 í hlutverk Chuck Bartowski og NSA fulltrúann Major John Casey. Fedak hafði alltaf haft Baldwin í huga fyrir hlutverk Johns Casey og fannst framleiðundunum hann passa fullkomlega í hlutverkið. Nýliðinn Yvonne Strahovski var valin sem aðalleikkonan í hlutverk CIA fulltrúans Söruh Walker í sama mánuði. Ráðningarnar héldu áfram út mars og urðu Sarah Lancaster, Joshua Gomez og Natalie Martinez fyrir valinu í hlutverk Dr. Ellie Bartowksi (eldri systir Chucks), Morgan Grimes (besti vinur Chucks) og Kayla Hart (nágranni Chucks sem er hrifin af honum). Persónan Kayla Hart var ekki með þegar tökur byrjuðu vegna þess að Fedak og Schwartz fannst það vera of ólíklegt og flókinn söguþráður að tvær konur væru að rífast yfir Chuck. Seinna nafni Morgans var breytt í „Grimes“ og seinna nafni Söruh var breytt í „Walker“ en það var áður „Kent“.

Þrátt fyrir mikla stöðuhækkun frá NBC og með náð fyrir augum gagnrýnenda voru áhorfstölurnar ekki mjög góðar vegna harðrar samkeppni við smelli frá ABC (Dancing with the Stars), FOX (House), og CBS (How I Met Your Mother, The Big Bang Theory) á mánudögum. Áhorfstölurnar báru einnig vott af verkfalli handritshöfunda í fyrstu þáttaröðinni.

Gagnrýnendur

[breyta | breyta frumkóða]

Fyrstu viðbrögð við Chuck voru góð. Tímaritið Rolling Stone setti þáttinn á „We Like to Watch“-listann haustið 2007 og sagði að þátturinn ætti eftir að slá í gegn. Chucks lenti á lista USA Today yfir 10 bestu þætti 2007 og þau sögðu frammistöðu Zachary Levi vera frábæra og gaf þættinum þrjár stjörnur af fjórum.

Þegar árið 2008 fór að nálgast enda fylgdu fleiri gagnrýnendur í kjölfarið. Í desember það ár nefndi tímaritið Time þáttinn einn af 10 bestu þáttum ársins, fleiri aðilar fylgdu í kjölfarið og sást það að þátturinn var orðinn mjög vinsæll og gagnrýnendur kepptust við að lofa hann. Pittsburgh Post-Gazette sagði að Chuck væri einn af fáum ljósum blettum í sjónvarpi 2008.

Fyrsta þáttaröðin af Chuck fékk mjög mikla athygli. Þátturinn var nefndur nokkuð oft í IGN verðlaununum 2007. Ásamt því að vinna heiðurinn af Bestu nýju sjónvarpsþáttaröðinni vann Sarah Walker verðlaun fyrir Besti sjónvarpskarakterinn og Chuck og Sarah unnu Couple That We Rooted for the Most. Chuck var einnig tilnefndur fyrir Besta nýja gamanþáttaröðin Á People's Choice Awards árið 2008 en tapaði fyrir Samantha Who?. Chuck var líka tilnefndur fyrir „Outstanding Main Title Design“ það ár en vann ekki.

Fyrirmynd greinarinnar var „Chuck (tv series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2009.